„Lindy on Ice“ danshátíð á Flúðum
Alþjóðlega danshátíðin "Lindy on Ice" stendur yfir á Flúðum um helgina og um sjötíu dansarar frá tólf löndum taka þátt. Gleðin er í fyrirrúmi enda ekki hægt að vera í fýlu eða láta sér leiðast þegar dans er annars vegar.