Heimsmet í Laugardalslaug
Íslandsmeistaramótinu í sundi í tuttugu og fimm metra laug lauk í dag í Laugardalslaug. Fjölmörg ný Íslandsmet litu dagsins ljós á mótinu en sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt heimsmet. Ekki einu sinni, heldur tvisvar.