Pepsimörkin: Eru Framarar að bjarga sér á lokasprettinum?
Framarar gefa ekkert eftir á lokasprettinum í Pepsideild karla í fótbolta og með 1-0 sigri liðsins í gær gegn Keflavík opnaðist fallbaráttan upp á gátt. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna á botni deildarinnar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær ásamt Herði Magnússyni íþróttafréttamanni.