Drekkur sama hvítvín og Hillary Clinton
Hún hefur unnið sem kennari, skólastjóri, dagskrárgerðarkona, fyrirsæta, verið sendiherrafrú, ráðherrafrú, fegurðardrottning og svo margt fleira. Í næsta þætti af Heimsókn bankar Sindri Sindrason uppá hjá Bryndísi Schram sem býr ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini í fallegu húsi í Mosfellsbæ. Heimsókn er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum klukkan 19:50.