Fjórir þurftu á áfallahjálp að halda eftir flug með Icelandair
Fjórir þurftu á áfallahjálp að halda eftir flug með vél Icelandair frá Billund í Danmörku til Keflavíkur í gær. Mikil ókyrrð var fyrstu klukkustund ferðarinnar með tilheyrandi hristingi og dýfum, og þurftu sumir farþegar að grípa til ælupoka og heyrðist bæði öskur og grátur þegar ókyrrðin var sem mest.