Ófarir Íslendinga í Ástralíu kættu Moggamenn
Í lok sjöunda áratugarins freistuðu margir Íslendingar gæfunnar og fluttu búferlum í sólina í Ástralíu. Lífið þar var þó ekki tekið út með sældinni og bjuggu margir landar okkar þar við kröpp kjör. Margir komu heim með skottið á milli lappanna og að sjálfsögðu hlakkaði í Staksteinum Morgunblaðsins enda Ísland, undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins, best í heimi. Þetta er brot úr nýjasta þætti Elds og brennisteins: Í skugga sögunnar, þar sem Heiðar og Snæbjörn taka árið 1971 fyrir. Hægt er að hlýða á allan þáttinn með því að smella á Eldur og brennisteinn flipann hér að neðan.