Ísland í dag - ,,Þau vildu örugglega að ég væri öðruvísi"
,,Ég hefði alveg mátt líta til baka og vera ekki að valda öðrum áhyggjum” Segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. Myndirnar hans hafa vakið verðskuldaða athygli útum allan heim og hefur hann gefið út bækur sínar víða. Hann telur það vera sína skyldu sem ljósmyndara að fanga það sem er að gerast, það sé hluti af mannkynssögunni. Hann bauð Íslandi í dag um borð í flugvélina sína í útsýnisflug.