Ískalt nýársbað

Um fimmtíu hugrakkir landsmenn létu frostið ekki stoppa sig þegar þeir skelltu sér í sjósund í Hafnarfirði á þessum fyrsta degi ársins. Að köldu baðinu loknu yljuðu flestir sér í saunu sem fyrirtækið Trefjar lét koma fyrir á svæðinu. Hefð hefur skapast fyrir því, hjá hópi fólks, að stinga sér til sjósunds í byrjun árs og virtist tíu stiga frost ekki vera vandamál.

139
00:50

Vinsælt í flokknum Fréttir