Fótbolti

Rekinn frá Celtic eftir að­eins 33 daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilfried Nancy var aðeins rúman mánuð í starfi hjá Celtic.
Wilfried Nancy var aðeins rúman mánuð í starfi hjá Celtic. getty/Andrew Milligan

Wilfried Nancy hefur verið rekinn frá Celtic eftir að hafa aðeins stýrt liðinu í átta leikjum.

Nancy var ráðinn knattspyrnustjóri Celtic 3. desember og var því aðeins 33 daga í starfi hjá félaginu. Hann var áður við stjórnvölinn hjá Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni.

Celtic tapaði sex af átta leikjum undir stjórn Nancys og hann hefur nú verið látinn taka pokann sinn. Hann stýrði Celtic í síðasta sinn í 1-3 tapi fyrir Rangers á laugardaginn.

Á ýmsu hefur gengið hjá Celtic í vetur. Brendan Rodgers hætti sem stjóri liðsins 27. október og Martin O'Neill stýrði því þar til Nancy tók við í byrjun desember. Celtic vann sjö af átta leikjum sínum undir stjórn O'Neills. Hann stýrði Celtic á árunum 2000-05 og á þeim tíma vann liðið sjö titla.

Celtic er í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, sex stigum á eftir toppliði Hearts. Næsti leikur Celtic er gegn Dundee United á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×