„Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 10:32 Srdjan Tufegdzic er að flytja aftur til Svíþjóðar. vísir / sigurjón Srdjan Tufegdzic er búinn að leggja erfiðan viðskilnað við Val sér að baki og orðinn spenntur fyrir því að flytja aftur til Svíþjóðar, í fagmannlegra starfsumhverfi. Túfa var þjálfari Vals í rúmt ár og stýrði liðinu til silfurverðlauna í bæði deild og bikar á síðasta tímabili en var síðan sagt upp störfum. Eða raunar var honum óopinberlega sagt upp löngu áður en tímabilið endaði og stjórnarmenn Vals voru í viðræðum við aðra þjálfara á meðan. „Það tók á, það verður að segja bara hreint út að það var aldrei í mínum plönum að hætta eftir þetta tímabil. Sérstaklega því mér fannst við búnir að taka mörg skref fram á við, en minn karakter er þannig að ég mun aldrei horfa til baka og tala um neikvæðu hlutina sem voru á þeim tíma. Ég er búinn að setja þetta fyrir aftan mig og karakter eins og ég notar þetta bara sem hvatningu“ sagði Túfa. Langflest lið höfðu samband Hermann Hreiðarsson tók svo við stjórastarfinu hjá Val en Túfa tók sinn tíma í að finna sér nýtt starf. Nokkur félög hér á landi voru þá í þjálfaraleit, til dæmis Lengjudeildarlið Vestra, Njarðvíkur, HK og Bestu deildar lið ÍBV. „Langflest lið sem voru án þjálfara höfðu samband við mig en markmiðið mitt var alltaf að taka skref fram á við, ef hægt er að orða það þannig. Að fara erlendis er alltaf spennandi, svipað og með leikmenn sem vilja komast út í atvinnumennsku. Umhverfið þar er miklu fagmannlegra heldur en hérna hjá okkur og þar eru fleiri stökkpallar til að fara lengra.“ Fagmennskan í fyrirrúmi Niðurstaðan varð því að Túfa tók við liði Värnamo í næstefstu deild Svíþjóðar en hann hefur áður þjálfað þar í landi. „Það fór gott orðspor af mér og minni vinnu eftir þessi tvö ár sem ég var í Svíþjóð og það hjálpaði mikið. Þannig byrjar tengingin, nafnið mitt kemur á blað hjá liðinu og þetta er fagmannlagt hvernig þeir gera þetta. Það voru fleiri nöfn á borðinu… Á endanum er ég bara þakklátur og glaður að ég er maðurinn sem þeir velja.“ Viðtal við Túfa var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Túfa rekinn frá Val Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum. 27. október 2025 15:57 Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir. 16. nóvember 2025 22:00 Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. 12. desember 2025 08:02 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. 1. desember 2025 12:16 Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Gareth Owen hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val í fótbolta. Hann mun hafa yfirumsjón með fótboltatengdum málum hjá félaginu. Owen yfirgefur Fram til að taka við starfinu. 31. október 2025 10:48 Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira
Túfa var þjálfari Vals í rúmt ár og stýrði liðinu til silfurverðlauna í bæði deild og bikar á síðasta tímabili en var síðan sagt upp störfum. Eða raunar var honum óopinberlega sagt upp löngu áður en tímabilið endaði og stjórnarmenn Vals voru í viðræðum við aðra þjálfara á meðan. „Það tók á, það verður að segja bara hreint út að það var aldrei í mínum plönum að hætta eftir þetta tímabil. Sérstaklega því mér fannst við búnir að taka mörg skref fram á við, en minn karakter er þannig að ég mun aldrei horfa til baka og tala um neikvæðu hlutina sem voru á þeim tíma. Ég er búinn að setja þetta fyrir aftan mig og karakter eins og ég notar þetta bara sem hvatningu“ sagði Túfa. Langflest lið höfðu samband Hermann Hreiðarsson tók svo við stjórastarfinu hjá Val en Túfa tók sinn tíma í að finna sér nýtt starf. Nokkur félög hér á landi voru þá í þjálfaraleit, til dæmis Lengjudeildarlið Vestra, Njarðvíkur, HK og Bestu deildar lið ÍBV. „Langflest lið sem voru án þjálfara höfðu samband við mig en markmiðið mitt var alltaf að taka skref fram á við, ef hægt er að orða það þannig. Að fara erlendis er alltaf spennandi, svipað og með leikmenn sem vilja komast út í atvinnumennsku. Umhverfið þar er miklu fagmannlegra heldur en hérna hjá okkur og þar eru fleiri stökkpallar til að fara lengra.“ Fagmennskan í fyrirrúmi Niðurstaðan varð því að Túfa tók við liði Värnamo í næstefstu deild Svíþjóðar en hann hefur áður þjálfað þar í landi. „Það fór gott orðspor af mér og minni vinnu eftir þessi tvö ár sem ég var í Svíþjóð og það hjálpaði mikið. Þannig byrjar tengingin, nafnið mitt kemur á blað hjá liðinu og þetta er fagmannlagt hvernig þeir gera þetta. Það voru fleiri nöfn á borðinu… Á endanum er ég bara þakklátur og glaður að ég er maðurinn sem þeir velja.“ Viðtal við Túfa var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Túfa rekinn frá Val Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum. 27. október 2025 15:57 Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir. 16. nóvember 2025 22:00 Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. 12. desember 2025 08:02 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. 1. desember 2025 12:16 Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Gareth Owen hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val í fótbolta. Hann mun hafa yfirumsjón með fótboltatengdum málum hjá félaginu. Owen yfirgefur Fram til að taka við starfinu. 31. október 2025 10:48 Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira
Túfa rekinn frá Val Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum. 27. október 2025 15:57
Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir. 16. nóvember 2025 22:00
Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. 12. desember 2025 08:02
Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. 1. desember 2025 12:16
Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Gareth Owen hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val í fótbolta. Hann mun hafa yfirumsjón með fótboltatengdum málum hjá félaginu. Owen yfirgefur Fram til að taka við starfinu. 31. október 2025 10:48