Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 09:00 Danski ökuþórinn Alba Hurup Larsen ætlar sér að skrifa söguna fyrir konur í formúlu 1. @f1academy Danski ökuþórinn Alba Hurup Larsen er á hraðri uppleið í formúluheiminum en hún var fyrsti viðtakandi nýrra verðlauna sem viðurkenna frumherjastarf hennar í baráttu fyrir uppkomu fleiri kvenna í formúlunni. Á fimmtudaginn staðfesti Ferrari að Alba muni keppa á bíl Ítalanna í F1 Academy á næsta ári. Daginn eftir, á sautján ára afmælisdegi sínum, var hún komin til höfuðborgar Úsbekistan á árlega verðlaunahátíð Alþjóðaakstursíþróttasambandsins, FIA. Þar varð hún fyrsti viðtakandi nýstofnaðra verðlauna FIA, „FIA Women in Motorsports“ eða „Kona ársins í akstursíþróttum“. Locking in the 2026 schedule 🔒 Alba Larsen will represent @ScuderiaFerrari in next @f1academy season, while also contesting the F4 UAE championship and F4 British Championship 💪https://t.co/0EO7yIspyh#FDA pic.twitter.com/2OakbIqtqc— Scuderia Ferrari Driver Academy (@insideFDA) December 11, 2025 Verðlaunin eru veitt fyrir „framúrskarandi framlag til að byggja upp fjölbreyttara og aðgengilegra vistkerfi fyrir alla í akstursíþróttum“. Þessi verðlaun eiga að fara til „hvetjandi fyrirmynd“ sem opnar tækifæri fyrir stelpur og konur á öllum sviðum akstursíþrótta. Alba Larsen keppti árið 2025 sitt fyrsta tímabil í F1 Academy auk nokkurra valinna F4-keppna í Bretlandi, Portúgal og á Spáni. Verðlaunin fær hún fyrir verkefni sitt sem kallast Girls International Racing Lab (G.I.R.L.). Það er tengslanet með það að markmiði að styrkja konur og sýna þeim leiðina inn í akstursíþróttir. Með því að skipuleggja keppnir, fundi og leiðsagnarstundir með Ölbu Hurup Larsen og öðrum fyrirmyndum hefur framtakið náð til yfir fjögur hundruð stelpna og ungra kvenna í Danmörku og stefnir að því að ná til fimmtán þúsund stelpna út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Alba Hurup Larsen (@alba.racing) „Ég stofnaði G.I.R.L. þegar ég var 15 ára til að gera öðrum stelpum auðveldara fyrir að spreyta sig í akstursíþróttum og til að styrkja andlegan styrk unglingsstúlkna alls staðar. Viðbrögðin og stuðningurinn hafa verið ótrúleg,“ sagði Alba Hurup Larsen „Verðlaunin eru eins og æðsta viðurkenningin á þessu markmiði og gefa mér meiri trú en nokkru sinni fyrr á að við getum laðað að okkur fleiri samstarfsaðila til að breyta þessari framtíðarsýn í veruleika og ná enn lengra,“ sagði Alba. View this post on Instagram A post shared by Alba Hurup Larsen (@alba.racing) Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Á fimmtudaginn staðfesti Ferrari að Alba muni keppa á bíl Ítalanna í F1 Academy á næsta ári. Daginn eftir, á sautján ára afmælisdegi sínum, var hún komin til höfuðborgar Úsbekistan á árlega verðlaunahátíð Alþjóðaakstursíþróttasambandsins, FIA. Þar varð hún fyrsti viðtakandi nýstofnaðra verðlauna FIA, „FIA Women in Motorsports“ eða „Kona ársins í akstursíþróttum“. Locking in the 2026 schedule 🔒 Alba Larsen will represent @ScuderiaFerrari in next @f1academy season, while also contesting the F4 UAE championship and F4 British Championship 💪https://t.co/0EO7yIspyh#FDA pic.twitter.com/2OakbIqtqc— Scuderia Ferrari Driver Academy (@insideFDA) December 11, 2025 Verðlaunin eru veitt fyrir „framúrskarandi framlag til að byggja upp fjölbreyttara og aðgengilegra vistkerfi fyrir alla í akstursíþróttum“. Þessi verðlaun eiga að fara til „hvetjandi fyrirmynd“ sem opnar tækifæri fyrir stelpur og konur á öllum sviðum akstursíþrótta. Alba Larsen keppti árið 2025 sitt fyrsta tímabil í F1 Academy auk nokkurra valinna F4-keppna í Bretlandi, Portúgal og á Spáni. Verðlaunin fær hún fyrir verkefni sitt sem kallast Girls International Racing Lab (G.I.R.L.). Það er tengslanet með það að markmiði að styrkja konur og sýna þeim leiðina inn í akstursíþróttir. Með því að skipuleggja keppnir, fundi og leiðsagnarstundir með Ölbu Hurup Larsen og öðrum fyrirmyndum hefur framtakið náð til yfir fjögur hundruð stelpna og ungra kvenna í Danmörku og stefnir að því að ná til fimmtán þúsund stelpna út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Alba Hurup Larsen (@alba.racing) „Ég stofnaði G.I.R.L. þegar ég var 15 ára til að gera öðrum stelpum auðveldara fyrir að spreyta sig í akstursíþróttum og til að styrkja andlegan styrk unglingsstúlkna alls staðar. Viðbrögðin og stuðningurinn hafa verið ótrúleg,“ sagði Alba Hurup Larsen „Verðlaunin eru eins og æðsta viðurkenningin á þessu markmiði og gefa mér meiri trú en nokkru sinni fyrr á að við getum laðað að okkur fleiri samstarfsaðila til að breyta þessari framtíðarsýn í veruleika og ná enn lengra,“ sagði Alba. View this post on Instagram A post shared by Alba Hurup Larsen (@alba.racing)
Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira