Fótbolti

Ís­lensku konurnar upp fyrir Kína á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðný Árnadóttir á EM 2025.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðný Árnadóttir á EM 2025. Getty/Florencia Tan Jun

Íslenska kvennalandsliðið er í sextánda sætinu á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en hann var gefinn út í morgun.

Íslensku konur hækka sig um eitt sæti og fara upp fyrir Kínverja.

Íslenska liðið hafði dottið niður um þrjú sæti á síðasta útgefna lista á undan þessum og hafði þá ekki verið lægra á listanum í rúm þrjú ár.

Ísland vann tvo sigurleiki á Norður-Írum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fyrri glugganum í vetur en spilaði ekki í þeim síðari.

Flestar þjóðir voru því með fleiri leiki síðan síðasti listi var gefinn út. Þessir tveir sigrar dugðu þó okkar konum til þess að hækka sig.

Spánn og Bandaríkin eru áfram í tveimur efstu sætum listans en Þýskaland fer upp um tvö sæti og situr nú í þriðja sæti. 

England heldur sínu sessi í fjórða sæti en Svíar detta niður um tvö sæti og fara niður í fimmta sætið. Brasilía fer einnig upp fyrir Frakkland og upp í sjötta sætið og Norður Kórea er komið upp í níunda sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×