Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 21:30 Meðal tilnefndra verka eru Minnisblöð veiðimanns og Atburðurinn. Samsett Sjö bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna, þar á meðal saga um mennngu litríka persóna í litlu þorpi í Póllandi og skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Alls eru sjö bækur tilnefndar. Verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári. Í dómnefndinni sitja Arngrímur Vídalín, Jóhanna Jakobsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Árni Óskarsson fyrir Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk. Ugla gefur út. „Hús dags, hús nætur veitir einstaka og brotakennda innsýn í líf og menningu ýmissa litríkra persóna í litlu þorpi í Efri-Slesíu, landsvæði í Póllandi með sögulega flöktandi landamæri að Þýskalandi og Tékklandi. Frásögnin er í senn ljúf, sár og launfyndin. Árna Óskarssyni tekst með afbrigðum vel að snara henni yfir á lifandi og þróttmikla íslensku.“ Áslaug Agnarsdóttir fyrir Minnisblöð veiðimanns eftir Ívan Túrgenev, Ugla gefur út. „Sögumaðurinn í Minnisblöðum veiðimanns fer um sveitir Rússlands á 19. öld. Hann hittir fyrir fjölskrúðugt og ógleymanlegt fólk; landeigendur, bændur, ráðsmenn, konur og krakka. Þessir samfundir eru efniviður sagnanna á minnisblöðum. Sögurnar eru þýddar á fagurt og blæbrigðaríkt íslenskt mál þar sem náttúran lifnar við og persónur taka á sig skýra og eftirminnilega mynd fyrir hugskotssjónum lesenda.“ Bjarni Jónsson fyrir Ósmann eftir Joachim B. Schmidt, Mál og menning gefur út. „Ósmann er skáldsaga sem byggist á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns við vestri ós Héraðsvatna um aldamótin 1900 þegar stórfljót landsins voru óbrúuð. Hlutverk ferjumannsins var að koma fólki, skepnum og varningi yfir hinn breiða og seigfljótandi Vesturós. Hér birtist veröld sem var, í hrífandi frásögn af ferjumanninum og samferðafólki hans. Bjarni Jónsson þýðir söguna einstaklega fallega. Textinn er í senn gamall og nýr og opnar horfinn heim fyrir lesendum.“ Jón St. Kristjánsson fyrir Skraparotsnóttin eftir Lars Mytting, Mál og menning gefur út. „Skraparotsnóttin er síðasta bindið í þríleik Lars Mytting um Hekne-ættina í Noregi. Hér lokast hringurinn sem hófst með Systraklukkunum og Heknevefnum. Lesendur fylgjast með lífi Heknefólksins, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Jón þýðir allar bækurnar af miklu öryggi og sýnir enn og aftur að hann hefur ofurvald á íslensku máli. Textinn er víða kynngimagnaður og skilar vel þeirri dulúð sem umvefur sögu ættarinnar og erfiða lífsbaráttu í harðbýlu landi.“ Gerður Kristný fyrir Áður en hrafnarnir sækja okkur eftir Knut Ødegård, Mál og menning gefur út. „Í ljóðabókinni Áður en hrafnarnir sækja okkur lítur skáldið, gamall maður, yfir farinn veg. Hann ferðast aftur til bernsku sinnar og dregur upp fallegar myndir af fólki, stöðum og atvikum. Hann fjallar um náttúruna, ástina og hverfulleikann. Hlýja, söknuður og æðruleysi blandast hér kímni. Gerður Kristný þýðir ljóðin af innsæi á tært og fallegt íslenskt mál.“ Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson eru tilnefnd.Aðsend Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson fyrir Tímaskjól eftir Georgei Gospodinov, Dimma gefur út. „Það er fágætt að bækur séu þýddar úr búlgörsku á íslensku og það er sérlega mikill fengur í Tímaskjóli. Hún er óvænt saga um mann sem stofnar sérkennilegt meðferðarheimili fyrir Alzheimersjúklinga, sem vekur slíka lukku að heilbrigt fólk haldið fortíðarþrá tekur að krefjast þess að fá sömuleiðis að njóta hinna sérstöku meðferðarúrræða. Sagan nýtur sín vel í lipurri og vandaðri þýðingu Vesku og Zophoníasar sem þýða verkið milliliðalaust úr búlgörsku.“ Þórhildur Ólafsdóttir fyrir Atburðurinn eftir Annie Ernaux, Ugla gefur út. „Atburðurinn eftir Annie Ernaux er sjálfsævisöguleg frásögn af ólöglegu þungunarrofi í Frakklandi árið 1963. Textinn er hrár, beittur og klínískur á köflum en undir niðri skynjar lesandinn örvæntingu og skömm. Þórhildur þýðir söguna prýðilega á kröftuga og hispurslausa íslensku.“ Bókmenntir Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Alls eru sjö bækur tilnefndar. Verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári. Í dómnefndinni sitja Arngrímur Vídalín, Jóhanna Jakobsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Árni Óskarsson fyrir Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk. Ugla gefur út. „Hús dags, hús nætur veitir einstaka og brotakennda innsýn í líf og menningu ýmissa litríkra persóna í litlu þorpi í Efri-Slesíu, landsvæði í Póllandi með sögulega flöktandi landamæri að Þýskalandi og Tékklandi. Frásögnin er í senn ljúf, sár og launfyndin. Árna Óskarssyni tekst með afbrigðum vel að snara henni yfir á lifandi og þróttmikla íslensku.“ Áslaug Agnarsdóttir fyrir Minnisblöð veiðimanns eftir Ívan Túrgenev, Ugla gefur út. „Sögumaðurinn í Minnisblöðum veiðimanns fer um sveitir Rússlands á 19. öld. Hann hittir fyrir fjölskrúðugt og ógleymanlegt fólk; landeigendur, bændur, ráðsmenn, konur og krakka. Þessir samfundir eru efniviður sagnanna á minnisblöðum. Sögurnar eru þýddar á fagurt og blæbrigðaríkt íslenskt mál þar sem náttúran lifnar við og persónur taka á sig skýra og eftirminnilega mynd fyrir hugskotssjónum lesenda.“ Bjarni Jónsson fyrir Ósmann eftir Joachim B. Schmidt, Mál og menning gefur út. „Ósmann er skáldsaga sem byggist á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns við vestri ós Héraðsvatna um aldamótin 1900 þegar stórfljót landsins voru óbrúuð. Hlutverk ferjumannsins var að koma fólki, skepnum og varningi yfir hinn breiða og seigfljótandi Vesturós. Hér birtist veröld sem var, í hrífandi frásögn af ferjumanninum og samferðafólki hans. Bjarni Jónsson þýðir söguna einstaklega fallega. Textinn er í senn gamall og nýr og opnar horfinn heim fyrir lesendum.“ Jón St. Kristjánsson fyrir Skraparotsnóttin eftir Lars Mytting, Mál og menning gefur út. „Skraparotsnóttin er síðasta bindið í þríleik Lars Mytting um Hekne-ættina í Noregi. Hér lokast hringurinn sem hófst með Systraklukkunum og Heknevefnum. Lesendur fylgjast með lífi Heknefólksins, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Jón þýðir allar bækurnar af miklu öryggi og sýnir enn og aftur að hann hefur ofurvald á íslensku máli. Textinn er víða kynngimagnaður og skilar vel þeirri dulúð sem umvefur sögu ættarinnar og erfiða lífsbaráttu í harðbýlu landi.“ Gerður Kristný fyrir Áður en hrafnarnir sækja okkur eftir Knut Ødegård, Mál og menning gefur út. „Í ljóðabókinni Áður en hrafnarnir sækja okkur lítur skáldið, gamall maður, yfir farinn veg. Hann ferðast aftur til bernsku sinnar og dregur upp fallegar myndir af fólki, stöðum og atvikum. Hann fjallar um náttúruna, ástina og hverfulleikann. Hlýja, söknuður og æðruleysi blandast hér kímni. Gerður Kristný þýðir ljóðin af innsæi á tært og fallegt íslenskt mál.“ Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson eru tilnefnd.Aðsend Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson fyrir Tímaskjól eftir Georgei Gospodinov, Dimma gefur út. „Það er fágætt að bækur séu þýddar úr búlgörsku á íslensku og það er sérlega mikill fengur í Tímaskjóli. Hún er óvænt saga um mann sem stofnar sérkennilegt meðferðarheimili fyrir Alzheimersjúklinga, sem vekur slíka lukku að heilbrigt fólk haldið fortíðarþrá tekur að krefjast þess að fá sömuleiðis að njóta hinna sérstöku meðferðarúrræða. Sagan nýtur sín vel í lipurri og vandaðri þýðingu Vesku og Zophoníasar sem þýða verkið milliliðalaust úr búlgörsku.“ Þórhildur Ólafsdóttir fyrir Atburðurinn eftir Annie Ernaux, Ugla gefur út. „Atburðurinn eftir Annie Ernaux er sjálfsævisöguleg frásögn af ólöglegu þungunarrofi í Frakklandi árið 1963. Textinn er hrár, beittur og klínískur á köflum en undir niðri skynjar lesandinn örvæntingu og skömm. Þórhildur þýðir söguna prýðilega á kröftuga og hispurslausa íslensku.“
Bókmenntir Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira