Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 06:33 Það var mjög heitt á HM félagsliða síðasta sumar eins og Phil Foden hjá Manchester fékk að kynnast. Getty/Carl Recine Leikirnir á HM í fótbolta í sumar munu vera lengri en áður eftir að Alþjóðaknattspyrnusambandið tilkynnti um að hver leikur muni fá vatnspásur í hvorum hálfleik. Hver leikur á HM 2026 mun gera þriggja mínútna hlé í hvorum hálfleik samkvæmt tilkynningu FIFA. Nýja ráðstöfunin hefur verið kynnt til að velferð leikmanna sé sett í forgang í ljósi væntinga um háan hita á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar sem fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Players at @FIFAWorldCup 2026 will benefit from three-minute hydration breaks in each half as FIFA prioritises player welfare at next year's tournament:— FIFA (@FIFAcom) December 8, 2025 Þetta mun leiða til þess að hver leikur, óháð veðurskilyrðum, verður stöðvaður á 22. mínútu, sem í raun breytir leiknum í fjögurra leikhluta viðureign. Bandaríkjamenn munu auðvitað nýta þetta hlé sem auglýsingahlé. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við þjálfara og útsendingaraðila. FIFA segir að þetta sé „straumlínulöguð og einfölduð útgáfa af þeim hléum sem notuð hafa verið á sumum fyrri mótum, þar á meðal HM félagsliða 2025.“ Á HM félagsliða síðasta sumar voru vatnshlé notuð, en aðeins í leikjum í miklum hita. Í sumum leikjum á því móti fór hitinn yfir 38 gráður á Celsíus. „Ég held að ég hafi aldrei spilað í svona hita,“ sagði Andreas Schjelderup, framherji Benfica, eftir að hafa spilað gegn Bayern München. „Ég held að það sé ekki hollt, satt best að segja, en mér tókst að komast í gegnum það.“ Enzo Fernández hjá Chelsea bætti við síðar á mótinu: „Um daginn svimaði mig svolítið í miðjum leik. Ég þurfti að leggjast niður á völlinn því mig svimaði svo mikið.“ „Að spila í þessum hita er mjög hættulegt, það er mjög hættulegt.“ From @TheAthleticFC: Every 2026 World Cup game will pause for three minutes in the middle of each half for a “hydration break”, FIFA announced. The new measure will essentially split the match into quarters, a la basketball or American football. https://t.co/f4eK6ftjwZ— The New York Times (@nytimes) December 8, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Hver leikur á HM 2026 mun gera þriggja mínútna hlé í hvorum hálfleik samkvæmt tilkynningu FIFA. Nýja ráðstöfunin hefur verið kynnt til að velferð leikmanna sé sett í forgang í ljósi væntinga um háan hita á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar sem fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Players at @FIFAWorldCup 2026 will benefit from three-minute hydration breaks in each half as FIFA prioritises player welfare at next year's tournament:— FIFA (@FIFAcom) December 8, 2025 Þetta mun leiða til þess að hver leikur, óháð veðurskilyrðum, verður stöðvaður á 22. mínútu, sem í raun breytir leiknum í fjögurra leikhluta viðureign. Bandaríkjamenn munu auðvitað nýta þetta hlé sem auglýsingahlé. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við þjálfara og útsendingaraðila. FIFA segir að þetta sé „straumlínulöguð og einfölduð útgáfa af þeim hléum sem notuð hafa verið á sumum fyrri mótum, þar á meðal HM félagsliða 2025.“ Á HM félagsliða síðasta sumar voru vatnshlé notuð, en aðeins í leikjum í miklum hita. Í sumum leikjum á því móti fór hitinn yfir 38 gráður á Celsíus. „Ég held að ég hafi aldrei spilað í svona hita,“ sagði Andreas Schjelderup, framherji Benfica, eftir að hafa spilað gegn Bayern München. „Ég held að það sé ekki hollt, satt best að segja, en mér tókst að komast í gegnum það.“ Enzo Fernández hjá Chelsea bætti við síðar á mótinu: „Um daginn svimaði mig svolítið í miðjum leik. Ég þurfti að leggjast niður á völlinn því mig svimaði svo mikið.“ „Að spila í þessum hita er mjög hættulegt, það er mjög hættulegt.“ From @TheAthleticFC: Every 2026 World Cup game will pause for three minutes in the middle of each half for a “hydration break”, FIFA announced. The new measure will essentially split the match into quarters, a la basketball or American football. https://t.co/f4eK6ftjwZ— The New York Times (@nytimes) December 8, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira