Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lestrarklefinn 8. desember 2025 15:38 Kristín Svava hefur sent frá sér bókina Dúlla, ævisögu Jóhönnu Knudsen, lögreglukonunnar sem njósnaði um íslenskar stúlkur á stríðsárunum. Nýjasta bók Kristínar Svövu er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Jana Hjörvar hefur þetta að segja um bókina. Það var í september síðastliðnum sem ég varð vör við það á samfélagsmiðlum að Kristín Svava væri að gefa út bók nú fyrir jólin sem væri ævisaga Jóhönnu Knudsen og héti því áhugaverða nafni, Fröken Dúlla. Áhugaverður titill á ævisögu konu sem var og er mjög umdeild og seint þekkt fyrir að vera „dúlla“. Hafi man eitthvað kynnt sér sögu ástandsins á Íslandi og hvernig komið var fram við konur á þeim tíma þá hefur maður heyrt nafn Jóhönnu Knudsen. Ef man hefur svo áhuga á að lesa íslenskar ævisögur eða fræðibækur þá er líklegt að man hafi heyrt um eða lesið bók eftir Kristínu Svövu. Hún skrifaði m.a bókina Farsótt og einnig bókina Duna: saga kvikmyndagerðarkonu með Elsu Bragadóttur. Jana Hjörvar fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Þær bækur hef ég lesið og settu þær Kristínu í hóp þeirra höfunda hjá mér sem skrifar um fólk og málefni liðinna tíma á áhugaverðan og aðgengilegan hátt án þess að draga úr gildi þeirra. Þarna var því komið áhugavert efni sem ég vildi kynna mér betur og var viss um að Kristín væri manneskjan til að kynna mig betur fyrir henni Dúllu. Íslenskt samfélag og ástandið Síðari heimsstyrjöldin (1939-1945) umbreytti Íslandi á örfáum dögum árið 1940 þegar Bretar og síðar Bandaríkjamenn komu með þúsundir hermanna hingað til lands. Hernum fylgdu ný tækifæri, peningar, bættir innviðir og atvinna. Á sama tíma var þjóðin að stíga síðustu skref sín í átt að sjálfstæði en því fylgdi að allt sem þótti íslenskt var sett á stall. Íslenska konan var gerð að tákni þjóðarinnar og bar þannig ábyrgð á framtíðinni, bókstaflega. Hernum fylgdu freistingar fyrir alla en það voru konurnar, íslenskar ungar stúlkur undir lögaldri, sem fylgst var með, þær skammaðar og dæmdar. Á tímum þessa íslenska samfélags varð Jóhanna Knudsen að lögreglukonunni sem fylgdist með íslenskum stúlkum og samskiptum þeirra við hermennina. Hún stundaði viðamiklar persónunjósnir þar sem hún skráði ítarlega í dagbækur sínar athafnir þeirra og hegðun. Það kom mér virkilega á óvart hversu langt hún og hennar kollegar gengu í njósnunum en Kristín varpar ljósi á það í bókinni. Konur voru ekki einu sinni óhultar heima hjá sér því það var njósnað um þær inn um glugga. En konurnar sem Jóhanna fylgdist með voru bæði unglingsstelpur og fullorðnar, sjálfráða konur en þrátt fyrir það var talað um þær eins og þær væru eign þjóðarinnar. Það má þó ekki gleymast að hún starfaði ekki ein. Eins og áður sagði þá naut hún aðstoðar annarra lögreglumanna og almennings við eftirlitið með konunum en hún naut líka stuðnings embættismanna, ráðherra og annarra valdamanna sem óttuðust um ímynd íslensku konunnar og þá um leið ímynd þjóðarinnar. Stúlkurnar voru skráðar í dagbækurnar hennar Jóhönnu, yfirheyrðar og oft dæmdar af sérstökum ungmennadómstól sem dæmdi þær til vistunar á sérstöku stúlknaheimili á Kleppjárnsreykjum. Heimili sem var sérstaklega sett á fót til að forða íslenskum stúlkum frá þessum „sjúkdómi“ sem þær sem áttu samskipti við herliðið voru haldnar að mati Jóhönnu og annarra. Rannsókn Kristínar á dagbókum Jóhönnu leiðir í ljós að stúlkurnar sögðu ekki bara frá afskiptum sínum við hermenn, þær sögðu líka frá ofbeldi og misnotkun af hálfu karla en þær frásagnir hurfu í tómið. Allri ábyrgðinni var slengt á stúlkurnar en íslensku karlarnir og hermennirnir sluppu undan henni. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókaútgáfa Jól Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira
Það var í september síðastliðnum sem ég varð vör við það á samfélagsmiðlum að Kristín Svava væri að gefa út bók nú fyrir jólin sem væri ævisaga Jóhönnu Knudsen og héti því áhugaverða nafni, Fröken Dúlla. Áhugaverður titill á ævisögu konu sem var og er mjög umdeild og seint þekkt fyrir að vera „dúlla“. Hafi man eitthvað kynnt sér sögu ástandsins á Íslandi og hvernig komið var fram við konur á þeim tíma þá hefur maður heyrt nafn Jóhönnu Knudsen. Ef man hefur svo áhuga á að lesa íslenskar ævisögur eða fræðibækur þá er líklegt að man hafi heyrt um eða lesið bók eftir Kristínu Svövu. Hún skrifaði m.a bókina Farsótt og einnig bókina Duna: saga kvikmyndagerðarkonu með Elsu Bragadóttur. Jana Hjörvar fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Þær bækur hef ég lesið og settu þær Kristínu í hóp þeirra höfunda hjá mér sem skrifar um fólk og málefni liðinna tíma á áhugaverðan og aðgengilegan hátt án þess að draga úr gildi þeirra. Þarna var því komið áhugavert efni sem ég vildi kynna mér betur og var viss um að Kristín væri manneskjan til að kynna mig betur fyrir henni Dúllu. Íslenskt samfélag og ástandið Síðari heimsstyrjöldin (1939-1945) umbreytti Íslandi á örfáum dögum árið 1940 þegar Bretar og síðar Bandaríkjamenn komu með þúsundir hermanna hingað til lands. Hernum fylgdu ný tækifæri, peningar, bættir innviðir og atvinna. Á sama tíma var þjóðin að stíga síðustu skref sín í átt að sjálfstæði en því fylgdi að allt sem þótti íslenskt var sett á stall. Íslenska konan var gerð að tákni þjóðarinnar og bar þannig ábyrgð á framtíðinni, bókstaflega. Hernum fylgdu freistingar fyrir alla en það voru konurnar, íslenskar ungar stúlkur undir lögaldri, sem fylgst var með, þær skammaðar og dæmdar. Á tímum þessa íslenska samfélags varð Jóhanna Knudsen að lögreglukonunni sem fylgdist með íslenskum stúlkum og samskiptum þeirra við hermennina. Hún stundaði viðamiklar persónunjósnir þar sem hún skráði ítarlega í dagbækur sínar athafnir þeirra og hegðun. Það kom mér virkilega á óvart hversu langt hún og hennar kollegar gengu í njósnunum en Kristín varpar ljósi á það í bókinni. Konur voru ekki einu sinni óhultar heima hjá sér því það var njósnað um þær inn um glugga. En konurnar sem Jóhanna fylgdist með voru bæði unglingsstelpur og fullorðnar, sjálfráða konur en þrátt fyrir það var talað um þær eins og þær væru eign þjóðarinnar. Það má þó ekki gleymast að hún starfaði ekki ein. Eins og áður sagði þá naut hún aðstoðar annarra lögreglumanna og almennings við eftirlitið með konunum en hún naut líka stuðnings embættismanna, ráðherra og annarra valdamanna sem óttuðust um ímynd íslensku konunnar og þá um leið ímynd þjóðarinnar. Stúlkurnar voru skráðar í dagbækurnar hennar Jóhönnu, yfirheyrðar og oft dæmdar af sérstökum ungmennadómstól sem dæmdi þær til vistunar á sérstöku stúlknaheimili á Kleppjárnsreykjum. Heimili sem var sérstaklega sett á fót til að forða íslenskum stúlkum frá þessum „sjúkdómi“ sem þær sem áttu samskipti við herliðið voru haldnar að mati Jóhönnu og annarra. Rannsókn Kristínar á dagbókum Jóhönnu leiðir í ljós að stúlkurnar sögðu ekki bara frá afskiptum sínum við hermenn, þær sögðu líka frá ofbeldi og misnotkun af hálfu karla en þær frásagnir hurfu í tómið. Allri ábyrgðinni var slengt á stúlkurnar en íslensku karlarnir og hermennirnir sluppu undan henni. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókaútgáfa Jól Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira