Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 15:03 Heimsmeistarabikarinn fyrir utan Hvíta húsið í Washington D.C. Getty/Michael Regan Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira