Formúla 1

Sjáðu hama­ganginn þegar Norris varð heims­meistari í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Lando Norris fagnar sínum fyrsta heimsmeistaratitli, í Abu Dhabi í dag.
Lando Norris fagnar sínum fyrsta heimsmeistaratitli, í Abu Dhabi í dag. Getty/Clive Mason

„Ég elska þig mamma, ég elska þig pabbi. Takk fyrir allt,“ sagði grátandi Lando Norris, nýbúinn með síðasta spölinn að sínum fyrsta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Allt það helsta úr lokakeppni ársins má sjá á Vísi.

Norris vissi það fyrir fram í dag að honum dygði þriðja sætið í Abu Dhabi til að slá þeim Max Verstappen og Oscar Piastri við og verða heimsmeistari. 

Það gekk eftir og þó að Verstappen ynni keppnina í dag þá fékk Norris 15 stig fyrir þriðja sætið og endaði með alls 423 stig í stigakeppni ökuþóra, tveimur stigum á undan Verstappen.

Hér að neðan má sjá hvernig lokakappakstur tímabilsins gekk fyrir sig, allt frá ræsingu og að kampavínsbaðinu sem beið Norris í lokin.

Klippa: Svona varð Norris heimsmeistari

 


Tengdar fréttir

Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“

„Ég hef ekki grátið um hríð. Ég hélt ég myndi ekki gráta en ég gerði það,“ segir Lando Norris sem átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir kappaksturinn í Abú Dabí í Formúlu 1 í dag. Norris kom þriðji í mark og varð þar af leiðandi heimsmeistari í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×