Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 10:45 Heimir Hallgrímsson var viðstaddur HM-dráttinn í Washington í gær. Getty/Emilee Chinn Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira