Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2025 09:30 Lando Norris (fyrr miðju) er með örlögin í sínum eigin höndum í baráttunni við Oscar Piastri (til vinstri) og Max Verstappen (til hægri) um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 Vísir/Getty Úrslitin ráðast í Formúlu 1 mótaröðinni í Abu Dhabi seinna í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þrír ökuþórar eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Það er Lando Norris, ökuþór McLaren sem leiðir stigakeppni ökuþóra með tólf stiga forskot á fjórfalda heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull Racing. Sextán stigum frá Norris er svo liðsfélagi hans hjá McLaen, Oscar Piastri sem er einnig á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Þessir þrír ökuþórar munu berjast um titilinn í Abu Dhabi í lokakeppni tímabilsins í dag og er Norris með örlögin í höndum sér. Það getur allt unnið með þér, eða á móti þér þegar kemur að Formúlu 1 og mögulegar útkomur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eru margar. Tímataka fór fram í gær þar sem Max Verstappen náði fljótasta tímanum. Norris hefur keppni annar og Piastri þriðji, sem dregur hreint ekki úr spennunni fyrir keppni dagsins. Réttast væri að byrja á því að rifja upp stigakerfi mótaraðarinnar þegar kemur að aðalkeppnum hennar. Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig Þá skulum við rýna í möguleika hvers ökuþórs fyrir sig sem eiga möguleika á titlinum fyrir lokakeppni tímabilsins. Lando Norris (efstur í stigakeppni með 12 stiga forskot) Það er frekar klippt og skorið fyrir Norris hvað hann þarf að gera í keppni sunnudagsins. Fari svo að hann endi á verðlaunapalli, sama hvort það verði í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, verður hann heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvar Verstappen og Piastri enda. Endi Norris í fjórða sæti, utan verðlaunapalls líkt og gerðist um síðustu keppnishelgi í Katar, þarf hann að treysta á að Max Verstappen sigri ekki kappaksturinn í Abu Dhabi. Falli Norris af einhverjum sökum úr leik í komandi kappakstri eða endi utan stigasætis mun hann þurfa að treysta á að Verstappen endi ekki á Verðlaunapalli og að Piastri endi ekki ofar en í þriðja sæti. Svona verður Lando Norris heimsmeistari: Vísir/Grafík Max Verstappen (2.sæti í stigakeppni 12 stigum á eftir Norris) Til þess að Verstappen eigi möguleika á því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum verður hann að enda á verðlaunapalli í Abu Dhabi. Vinni hann kappaksturinn verður Norris að enda í fjórða sæti eða neðar til þess að Hollendingurinn standi upp sem heimsmeistari og þá skiptir ekki máli hvar Piastri endar. Endi Verstappen í öðru sæti þarf hann að vona að Norris endi í áttunda sæti eða neðar og Piastri þriðja sæti eða neðar. Fari svo að Verstappen ljúki kappakstrinum í þriðja sæti verður hann að treysta á að Lando Norris endi í níunda sæti eða neðar og að Piastri vinni ekki kappaksturinn. Svona verður Max Verstappen heimsmeistari: Vísir/Grafík Oscar Piastri (3.sæti í stigakeppni 16 stigum á eftir Norris) Piastri verður að enda í einu af efstu tveimur sætum kappaksturinn í Abu Dhabi til þess að eiga möguleika á því að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fari svo að hann vinni kappaksturinn verður Piastri að vona að Norris endi í sjötta sæti eða neðar og þá skiptir ekki máli hvar Verstappen lýkur keppni. Endi Piastri í öðru sæti þarf hann að treysta á að Norris endi í tíunda sæti eða utan stigasætis og að Verstappen endi ekki á verðlaunapalli. Svona verður Oscar Piastri heimsmeistari: Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins í Abu Dhabi verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst upphitun fyrir hana klukkan hálf eitt, keppnin sjálf hefst klukkan eitt. Akstursíþróttir Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Það er Lando Norris, ökuþór McLaren sem leiðir stigakeppni ökuþóra með tólf stiga forskot á fjórfalda heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull Racing. Sextán stigum frá Norris er svo liðsfélagi hans hjá McLaen, Oscar Piastri sem er einnig á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Þessir þrír ökuþórar munu berjast um titilinn í Abu Dhabi í lokakeppni tímabilsins í dag og er Norris með örlögin í höndum sér. Það getur allt unnið með þér, eða á móti þér þegar kemur að Formúlu 1 og mögulegar útkomur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eru margar. Tímataka fór fram í gær þar sem Max Verstappen náði fljótasta tímanum. Norris hefur keppni annar og Piastri þriðji, sem dregur hreint ekki úr spennunni fyrir keppni dagsins. Réttast væri að byrja á því að rifja upp stigakerfi mótaraðarinnar þegar kemur að aðalkeppnum hennar. Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig Þá skulum við rýna í möguleika hvers ökuþórs fyrir sig sem eiga möguleika á titlinum fyrir lokakeppni tímabilsins. Lando Norris (efstur í stigakeppni með 12 stiga forskot) Það er frekar klippt og skorið fyrir Norris hvað hann þarf að gera í keppni sunnudagsins. Fari svo að hann endi á verðlaunapalli, sama hvort það verði í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, verður hann heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvar Verstappen og Piastri enda. Endi Norris í fjórða sæti, utan verðlaunapalls líkt og gerðist um síðustu keppnishelgi í Katar, þarf hann að treysta á að Max Verstappen sigri ekki kappaksturinn í Abu Dhabi. Falli Norris af einhverjum sökum úr leik í komandi kappakstri eða endi utan stigasætis mun hann þurfa að treysta á að Verstappen endi ekki á Verðlaunapalli og að Piastri endi ekki ofar en í þriðja sæti. Svona verður Lando Norris heimsmeistari: Vísir/Grafík Max Verstappen (2.sæti í stigakeppni 12 stigum á eftir Norris) Til þess að Verstappen eigi möguleika á því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum verður hann að enda á verðlaunapalli í Abu Dhabi. Vinni hann kappaksturinn verður Norris að enda í fjórða sæti eða neðar til þess að Hollendingurinn standi upp sem heimsmeistari og þá skiptir ekki máli hvar Piastri endar. Endi Verstappen í öðru sæti þarf hann að vona að Norris endi í áttunda sæti eða neðar og Piastri þriðja sæti eða neðar. Fari svo að Verstappen ljúki kappakstrinum í þriðja sæti verður hann að treysta á að Lando Norris endi í níunda sæti eða neðar og að Piastri vinni ekki kappaksturinn. Svona verður Max Verstappen heimsmeistari: Vísir/Grafík Oscar Piastri (3.sæti í stigakeppni 16 stigum á eftir Norris) Piastri verður að enda í einu af efstu tveimur sætum kappaksturinn í Abu Dhabi til þess að eiga möguleika á því að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fari svo að hann vinni kappaksturinn verður Piastri að vona að Norris endi í sjötta sæti eða neðar og þá skiptir ekki máli hvar Verstappen lýkur keppni. Endi Piastri í öðru sæti þarf hann að treysta á að Norris endi í tíunda sæti eða utan stigasætis og að Verstappen endi ekki á verðlaunapalli. Svona verður Oscar Piastri heimsmeistari: Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins í Abu Dhabi verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst upphitun fyrir hana klukkan hálf eitt, keppnin sjálf hefst klukkan eitt.
Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira