Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 10:03 Jude Bellingham þurfti að spila í miklum hita á HM félagsliða í sumar. Búast má við svipuðum aðstæðum á HM landsliða næsta sumar. Getty/Jose Breton Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira