Samstarf

Upp­selt á stórtón­leika Bubba – auka­tón­leikar fara í sölu á morgun

Vinir Hallarinnar
Allir miðar seldust upp á mettíma á tónleika Bubba Morthens í Laugardalshöll 6. júní 2026. Því verða haldnir aukatónleikar föstudaginn 5. júní. Forsala fyrir Bubbaklúbbinn hefst á morgun, miðvikudaginn 3. desember, kl. 10.
Allir miðar seldust upp á mettíma á tónleika Bubba Morthens í Laugardalshöll 6. júní 2026. Því verða haldnir aukatónleikar föstudaginn 5. júní. Forsala fyrir Bubbaklúbbinn hefst á morgun, miðvikudaginn 3. desember, kl. 10.

Uppselt varð á tónleika Bubba Morthens í Laugardalshöll 6. júní 2026 á örskotsstundu. Aðdáendaklúbbur Bubba fékk forgang í miðasölu og var eftirspurnin eftir miðum langt um meiri en þeir miðar sem voru í boði. Því hefur verið ákveðið að hefja sölu á aukatónleika sem haldnir verða föstudaginn 5. júní.

„Við bjuggumst aldrei við þessari eftirspurn og miðað við hana hefðu þessir tónleikar geta farið fram á Laugardalsvellinum,“ segir Ísólfur Haraldsson, umboðsmaður Bubba Morthens. „Gamla góða Laugardalshöllin hentar best því sem við viljum bjóða upp á og aukin eftirspurn gefur okkur tækifæri til að gera þetta enn stærra og flottara.“

Hann segir þakklæti vera efst í huga hópsins stendur á bak við tónleikana. „Það eru sannarlega forréttindi að geta unnið viðburðinn svona áfram. Þegar allir miðar eru seldir með þetta löngum fyrirvara, þá fer öll einbeiting í það að huga að viðburðinum sem slíkum og gera hann sem glæsilegastan og eftirminnilegastan fyrir tónleikagesti.“

Hann segir ólíklegt að fleiri tónleikum verði bætt við. „Við sjáum það allavega ekki fyrir okkur að svo stöddu.“

Forsala fyrir Bubbaklúbbinn hefst á morgun, miðvikudaginn 3. desember, kl. 10.

Ef það verða til miðar eftir forsölu hefst sala á Tix fimmtudaginn 4. desember.

Hér getur þú skráð þig í Bubbaklúbbinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×