Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2025 13:46 Lando Norris (fyrr miðju) er með örlögin í sínum eigin höndum í baráttunni við Oscar Piastri (til vinstri) og Max Verstappen (til hægri) um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 Vísir/Getty Þrátt fyrir ófarir síðustu helgar getur Lando Norris, ökuþór Formúlu 1 liðs McLaren, orðið heimsmeistari í mótaröðinni um komandi keppnishelgi í Katar. Eftirmálar síðustu keppnishelgar í Las Vegas voru vægast sagt svakalegir fyrir baráttuna um heimsmeistaratitil ökuþóra. Báðir ökuþórar McLaren, þeir Lando Norris og Oscar Piastri, voru dæmdir úr leik þegar að bílar þeirra komust ekki í gegnum skoðun hjá Alþjóða akstursíþróttasambandinu sökum tæknilegs brots. Til þess að gera illt verra stóð Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing uppi sem sigurvegari keppninnar og græddi því 25 stig á bæði Norris og Piastri. Tvær keppnishelgar eru eftir af yfirstandandi tímabili. Fyrri helgin er sprettkeppnishelgi í Katar um komandi helgi og tímabilinu lýkur svo í Abu Dhabi í næstu viku. Staðan í heimsmeistarakeppni ökuþóra: 1. sæti Lando Norris (McLaren) - 390 stig 2. sæti Oscar Piastri (McLaren - 366 stig 3. sæti Max Verstappen (Red Bull Racing) - 366 stig Eins og staðan er núna er Lando Norris með örlögin í sínum eigin höndum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og 24 stiga forskot á bæði Piastri og Verstappen. Að hámarki 58 stig eru í boði fyrir hvern og einn ökuþór það sem eftir lifir tímabils. Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli, líkt og Piastri, og getur tryggt sér hann á sunnudaginn kemur verði hann með 26 stiga forskot að lokinni þeirri keppnishelginni í Katar. Til þess að það gerist mun hann þurfa að ná í tveimur stigum meira en Piastri og Verstappen samanlagt úr sprett- og aðalkeppninni. Það gæti meðal annars gerst ef hann endar í einu af topp sex sætunum í sprettkeppninni og vinnur svo aðalkeppnina. Piastri og Verstappen vonast hins vegar eftir því að Norris skriki fótur og þurfa að halda bilinu í Bretann innan 25 stiga og mega ekki við því að gera mistök. Hollendingurinn fljúgandi, Verstappen, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og einhvern veginn komið sér í möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil í flokki ökuþóra sem yrði magnað afrek. Akstursíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Eftirmálar síðustu keppnishelgar í Las Vegas voru vægast sagt svakalegir fyrir baráttuna um heimsmeistaratitil ökuþóra. Báðir ökuþórar McLaren, þeir Lando Norris og Oscar Piastri, voru dæmdir úr leik þegar að bílar þeirra komust ekki í gegnum skoðun hjá Alþjóða akstursíþróttasambandinu sökum tæknilegs brots. Til þess að gera illt verra stóð Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing uppi sem sigurvegari keppninnar og græddi því 25 stig á bæði Norris og Piastri. Tvær keppnishelgar eru eftir af yfirstandandi tímabili. Fyrri helgin er sprettkeppnishelgi í Katar um komandi helgi og tímabilinu lýkur svo í Abu Dhabi í næstu viku. Staðan í heimsmeistarakeppni ökuþóra: 1. sæti Lando Norris (McLaren) - 390 stig 2. sæti Oscar Piastri (McLaren - 366 stig 3. sæti Max Verstappen (Red Bull Racing) - 366 stig Eins og staðan er núna er Lando Norris með örlögin í sínum eigin höndum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og 24 stiga forskot á bæði Piastri og Verstappen. Að hámarki 58 stig eru í boði fyrir hvern og einn ökuþór það sem eftir lifir tímabils. Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli, líkt og Piastri, og getur tryggt sér hann á sunnudaginn kemur verði hann með 26 stiga forskot að lokinni þeirri keppnishelginni í Katar. Til þess að það gerist mun hann þurfa að ná í tveimur stigum meira en Piastri og Verstappen samanlagt úr sprett- og aðalkeppninni. Það gæti meðal annars gerst ef hann endar í einu af topp sex sætunum í sprettkeppninni og vinnur svo aðalkeppnina. Piastri og Verstappen vonast hins vegar eftir því að Norris skriki fótur og þurfa að halda bilinu í Bretann innan 25 stiga og mega ekki við því að gera mistök. Hollendingurinn fljúgandi, Verstappen, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og einhvern veginn komið sér í möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil í flokki ökuþóra sem yrði magnað afrek.
Staðan í heimsmeistarakeppni ökuþóra: 1. sæti Lando Norris (McLaren) - 390 stig 2. sæti Oscar Piastri (McLaren - 366 stig 3. sæti Max Verstappen (Red Bull Racing) - 366 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira