Jól

Ilmandi jóla­glögg að hætti Jönu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana Steingrímsdóttir deilir hér hollri uppskrift að jólaglöggi.
Jana Steingrímsdóttir deilir hér hollri uppskrift að jólaglöggi.

Jólavertíðin nálgast og eru margir þegar komnir í hátíðarskap. Heilsukokkurinn Jana Steingríms deilir hér uppskrift að ilmandi og hollu jólaglöggi sem er tilvalið að bjóða upp á aðventunni.

Ljóst og ilmandi jólaglögg að hætti Jönu

Hráefni:

  • 1,3 lítri eplasafi
  • Nokkrar þunnar sneiðar af fersku engiferi
  • 1–2 msk kollagen
  • 1 lítið epli, skorið í bita
  • 1 appelsína, skorin í sneiðar
  • 1 sítróna, skorin í sneiðar (valfrjálst)
  • 2 kanilstangir
  • 4–6 negulnaglar
  • 4–6 heilar kardimommur
  • 1 stjörnuanís
  • 1–2 msk hunang, eftir smekk (má sleppa)

Aðferð

  1. Helltu eplasafa í pott og hitaðu á miðlungshita.
  2. Bættu út í engifer, kollageni, eplabitum, appelsínusneiðum, sítrónu, kanilstöngum og kryddi.
  3. Láttu glöggið hitna rólega í 15–20 mínútur. Passaðu að það sjóði ekki, annars getur bragðið orðið beiskt.
  4. Sættu glöggið með hunangi ef þér finnst það þurfa.
  5. Berðu fram heitt í bollum og njóttu.

Tengdar fréttir

Létt og ljúffengt eplasalat

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir sýnir hér hvernig hægt er að útbúa hollar og mjúkar banana- og kakóbollakökur. Einföld og skemmtileg uppskrift sem krakkarnir geta sjálfir útbúið fyrir skólanestið.

Bleikir og hollir molar að hætti Jönu

Í tilefni Bleika dagsins deilir heilsukokkurinn Jana Steingríms uppskrift að bleikum og hollum kókosmolum sem eru tilvaldir með kaffinu. Þeir eru ekki aðeins ljúffengir heldur einnig algjört augnayndi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×