Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Marta Cox er besti leikmaður kvennalandsliðs Panama en forseti sambandsins var ósáttur með það að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins. Getty/Sean M. Haffey Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025 HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025
HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira