Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 12:31 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki en þeir verða væntanlega báðir á betri stað í mars en þeir eru núna. Getty/Michael Campanella/ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira