Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 17:24 Craig Gordon hefur stefnt að þessu markmiði í 21 ár. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira