Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Matarkompaní 21. nóvember 2025 10:20 Þau Guðmundur Óli og Elín standa á bak við Matarkompaníið. Matarkompaní, sem sérhæfir sig í hádegismatar þjónustu og rekstri mötuneyta fyrir fyrirtæki, hefur þróað nýtt og einfalt pöntunarkerfi fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki hollan og ferskan hádegismat. Kerfið hefur verið í þróun í nokkur ár og er nú komið í fulla notkun með frábærum árangri. Hver starfsmaður sér um sitt „Við höfum verið að þróa þetta í tvö til þrjú ár og kerfið er orðið fullkomið núna,“ segir Melkorka Líney, markaðsstjóri Matarkompanísins. Hún útskýrir að áður hafi einn starfsmaður þurft að sjá um að senda inn heildarpöntun fyrir allt fyrirtækið, en nú geti hver og einn starfsmann pantað sjálfur. Þetta léttir verulega á skrifstofunni, hver starfsmaður er með sinn eigin aðgang og getur pantað, afpantað eða breytt pöntun sinni eftir þörfum. Kerfið býður upp á að fyrirtækin stilli sínar eigin reglur, svo sem hvaða daga starfsfólk geti pantað, hvaða matseðla hægt er að velja eða hvort hádegismaturinn komi í bökkum sem hlaðborð eða í einstaklingsbökkum. Pöntunarkerfi sem léttir bókaranum lífið Eitt af því sem fyrirtækin kunna sérstaklega að meta er bókhalds- og greiðslulausnin sem fylgir kerfinu. „Starfsfólk skráir kennitölu og deild þegar það pantar og bókarinn getur svo dregið út skýrslu beint úr kerfinu. Fyrirtækin geta einnig stillt inn í kerfið prósentu eða upphæð sem fyrirtækið niðurgreiðir á móti starfsfólki og fleira,“ segir Melkorka Líney. Matarkompaní hefur verið með matarþjónustu frá árinu 2018 en nýja kerfið var tekið í notkun í byrjun árs. „Við finnum mikinn áhuga og þetta er okkar stærsta stökk hingað til. Þegar fólk prófar kerfið, segir það flest að þetta sé ótrúlega þægilegt og einfalt.“ Engin skuldbinding og afsláttur fyrir ný fyrirtæki Melkorka Líney leggur áherslu á að hádegismaturinn sé algjörlega án skuldbindinga. Starfsfólk getur pantað þegar því hentar, það þarf ekki að festa sig við ákveðna daga. Margir nýta þetta bara fyrir fundi eða þegar þeir vita að þeir verða á staðnum. Fyrirtæki sem eru að byrja fá 10 prósenta afslátt fyrstu vikuna svo þau geti prófað bæði kerfið og matinn. „Við viljum að fólk sjái hversu vel þetta hentar áður en það tekur ákvörðun.“ Ferskleiki í fyrirrúmi og tillit tekið til ofnæmis Allt í kerfinu er hannað frá grunni af Matarkompaní. „Við leggjum mikla áherslu á ferskleika og næringargildi. Alla miðvikudaga kemur nýr matseðill fyrir komandi viku. Panta má til klukkan níu þann morgun sem þú óskar eftir hádegismat,“ segir Melkorka Líney. Ofnæmi og sérþarfir eru einnig teknar til greina. „Þegar starfsmaður stofnar aðgang merkir hann við ofnæmi og kerfið sér til þess að við fáum tilkynningu ef hann pantar rétt sem gæti innihaldið ofnæmisvald. Ef við getum aðlagað réttinn gerum við það, annars höfum við samband og bjóðum annað. Við bjóðum einnig upp á vegan rétti alla daga. Nýlega bættum við lúxussteik við matseðilinn, það er þá nautasteik og béarnaise alla föstudaga hjá okkur.“ Matur Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira
Hver starfsmaður sér um sitt „Við höfum verið að þróa þetta í tvö til þrjú ár og kerfið er orðið fullkomið núna,“ segir Melkorka Líney, markaðsstjóri Matarkompanísins. Hún útskýrir að áður hafi einn starfsmaður þurft að sjá um að senda inn heildarpöntun fyrir allt fyrirtækið, en nú geti hver og einn starfsmann pantað sjálfur. Þetta léttir verulega á skrifstofunni, hver starfsmaður er með sinn eigin aðgang og getur pantað, afpantað eða breytt pöntun sinni eftir þörfum. Kerfið býður upp á að fyrirtækin stilli sínar eigin reglur, svo sem hvaða daga starfsfólk geti pantað, hvaða matseðla hægt er að velja eða hvort hádegismaturinn komi í bökkum sem hlaðborð eða í einstaklingsbökkum. Pöntunarkerfi sem léttir bókaranum lífið Eitt af því sem fyrirtækin kunna sérstaklega að meta er bókhalds- og greiðslulausnin sem fylgir kerfinu. „Starfsfólk skráir kennitölu og deild þegar það pantar og bókarinn getur svo dregið út skýrslu beint úr kerfinu. Fyrirtækin geta einnig stillt inn í kerfið prósentu eða upphæð sem fyrirtækið niðurgreiðir á móti starfsfólki og fleira,“ segir Melkorka Líney. Matarkompaní hefur verið með matarþjónustu frá árinu 2018 en nýja kerfið var tekið í notkun í byrjun árs. „Við finnum mikinn áhuga og þetta er okkar stærsta stökk hingað til. Þegar fólk prófar kerfið, segir það flest að þetta sé ótrúlega þægilegt og einfalt.“ Engin skuldbinding og afsláttur fyrir ný fyrirtæki Melkorka Líney leggur áherslu á að hádegismaturinn sé algjörlega án skuldbindinga. Starfsfólk getur pantað þegar því hentar, það þarf ekki að festa sig við ákveðna daga. Margir nýta þetta bara fyrir fundi eða þegar þeir vita að þeir verða á staðnum. Fyrirtæki sem eru að byrja fá 10 prósenta afslátt fyrstu vikuna svo þau geti prófað bæði kerfið og matinn. „Við viljum að fólk sjái hversu vel þetta hentar áður en það tekur ákvörðun.“ Ferskleiki í fyrirrúmi og tillit tekið til ofnæmis Allt í kerfinu er hannað frá grunni af Matarkompaní. „Við leggjum mikla áherslu á ferskleika og næringargildi. Alla miðvikudaga kemur nýr matseðill fyrir komandi viku. Panta má til klukkan níu þann morgun sem þú óskar eftir hádegismat,“ segir Melkorka Líney. Ofnæmi og sérþarfir eru einnig teknar til greina. „Þegar starfsmaður stofnar aðgang merkir hann við ofnæmi og kerfið sér til þess að við fáum tilkynningu ef hann pantar rétt sem gæti innihaldið ofnæmisvald. Ef við getum aðlagað réttinn gerum við það, annars höfum við samband og bjóðum annað. Við bjóðum einnig upp á vegan rétti alla daga. Nýlega bættum við lúxussteik við matseðilinn, það er þá nautasteik og béarnaise alla föstudaga hjá okkur.“
Matur Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira