Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 21:43 Leroy Sané skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja í kvöld. Getty/Gabor Baumgarten Þýskaland og Holland hafa nú bæst í hóp þeirra liða sem spila á HM karla í fótbolta í N-Ameríku næsta sumar. Þau tryggðu sig inn á mótið með látum í kvöld. Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira