Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 17:32 Erling Haaland raðaði inn sextán mörkum í undankeppni HM og Noregur vann alla sína leiki. Getty/Andrea Staccioli Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi. Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur frá Flórída til Kanada Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur frá Flórída til Kanada Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira