Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 14:47 Gustav Isaksen og Morten Hjulmand fagna marki þess fyrrnefnda á móti Hvít-Rússum en jafntefli þar þýðir að Danir þurfa nú að fara í úrslitaleik á móti Skotum á útivelli. Getty/Dean Mouhtaropoulos Portúgal og Noregur eru síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu 2026 en hvaða aðrar þjóðir gætu bæst í hópinn í undankeppninni í nóvember? Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
- Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira