Fótbolti

Arnar: Ég laug að­eins að strákunum í sumar

Árni Jóhannsson skrifar
Arnar ræddi liðsvalið á vellinum í Varsjá.
Arnar ræddi liðsvalið á vellinum í Varsjá. Vísir

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var til viðtals út á velli rétt fyrir leikinn gegn Úkraínu í Varsjá. Hann útskýrði breytingarnar á byrjunarliðinu og hvað hann er að pæla í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl. 17 í dag og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Þetta eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu og Valur Páll Eiríksson spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri breyting á kerfinu líka.

„Nei, þetta er kannski áhugavert fyrir þá sem heima sitja. Þetta verður líklega svipuð leikmynd og á móti Frökkum þar sem við ætlum að pressa í ákveðnu kerfi og fara svo í lágvörn í einhverju allt öðru kerfi. Við erum með líkamlega sterkara lið og með aðeins meiri hlaupagetu. Ég treysti svo bara öllum hópnum. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er hópurinn sem kemur okkur á HM. Ég treysti þessum strákum.“

Arnar útskýrði líka afhverju Hörður Björgvin, Jón Dagur og Brynjólfur komu inn í liðið. Það eru ýmis atriði sem þarf að hafa í huga og hvernig varnarleikurinn yrði.

Þegar Arnar fór yfir leikinn sjálfan þá velti hann fyrir sér hvort liðið væri tilbúið að taka næsta skref.

„Þetta er mikið þroskaskvöld. Erum við tilbúnir? Erum við staddir árið 2013 eða 2014 þar sem liðið var gott en ekki alveg tilbúið. Mér líður eins og, ég kannski laug aðeins að strákunum í sumar að við værum tilbúnir, en eftir því hvernig þessi undankeppni hefur þróast þá líður mér eins og við séum tilbúnir. Ég ætla að vona að strákunum líði eins.“

Skilaboðin frá Arnari eru einföld fyrir leikinn eru einföld.

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn gegn Aserbaísjan í september að það myndi allt gerast í þessum gluggum. Það verður mikil dramatík. Tár, bros og takkaskór út um allan riðil, þetta er mjög skrýtinn riðill og það hefur gengið eftir. Okkur vantar eitt stig og ég sagði við strákana að við færum líklega í úrslitaleik í nóvember og nú erum við komnir þetta langt og afhverju ættum við ekki að ganga skrefinu lengra?“

Hægt er að sjá allt viðtalið í myndbandinu fyrir neðan.

Klippa: Arnar í Varsjá rétt fyrir leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×