Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 10:01 Það þarf varla að spyrja um áhugamálin en Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus segir að eina heimilisverkið sem henni finnst frekar leiðinlegt sé kompan. Þar virðist hún taka til en dót samt bætast við. Vísir/Anton Brink Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kringum 6:15.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vakna í rólegheitum um klukkan 6:15, græja það sem þarf fyrst á morgnana, sest með góðan kaffibolla og morgunmat, renn yfir Moggann og skoða vinnudagatalið. Svo keyri ég af stað um 7:15, hlusta á morgunútvarpið og byrja að spá í daginn. Það eru forréttindi að hafa gaman af vinnunni og hlakka til að vakna og mæta.“ Hvert er uppáhaldsheimilisverkið og hvaða heimilisverk finnst þér leiðinlegast? „Mér finnst mjög gaman í eldhúsinu, get alveg gleymt mér yfir flóknum uppskriftum og dúllað mér við að elda í nokkra klukkutíma. Svo er auðvitað alltaf mjög gaman þegar börnin eða barnabörnin koma – þá er líf og fjör. Oft er ég farin að spá í helgarmatinn á fimmtudögum og skoða uppskriftir til að finna eitthvað rosa girnilegt. Ég þarf að hugsa lengi til að finna eitthvað leiðinlegt, því ég er eiginlega svo skrítin að ég meira segja strauja mikið og finnst það bara nokkuð gaman – set þá á góða bók eða hlaðvarp og hlusta. Ef eitthvað er leiðinlegt, þá er það að taka til í kompunni. Sama hversu oft ég tek þar til, þá virðist alltaf bætast við dót sem er fyrir og út um allt.“ Dagbókin og minnispunktar nýtast Guðrúnu vel fyrir skipulagið í vinnunni en eins það að mæta snemma en taka pásu seinnipartinn og fara í göngutúr í Heiðmörk.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Fastus eru verkefnin mjög fjölbreytt. Núna erum við í mörgum ráðningum og fáum frábær teymi inn í allar deildir og í stjórnunarstörf. Það hafa verið miklar breytingar undanfarið og við erum á kafi í endurskipulagningu – að gera fyrirtækið enn öflugra og betra og einbeita okkur að því að vera fyrsti valkostur viðskiptavinarins. Það er alltaf hægt að gera betur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er sem betur fer mjög skipulögð að eðlisfari og er með allt skráð í dagbók. Ég tek líka mikið af minnispunktum á fundum til að passa að ekkert falli á milli og gleymist. Í miklu ati, eins og búið hefur verið að vera, er nauðsynlegt að skipuleggja tímann vel. Við erum með framkvæmdastjórnarfundi á miðvikudagsmorgnum þar sem mörg mál eru tekin fyrir og oft fara af stað miklar og fjörugar umræður. Mér finnst gott að mæta snemma og vera byrjuð á deginum, og frekar taka pásu seinnipart, fara í göngu í Heiðmörkinni og setjast svo aftur við tölvuna og klára daginn. Þetta virkar mjög vel fyrir mig.“ Hvenær ferðu að sofa á virkum kvöldum? „Ég er mjög kvöldsvæf og algjör A-týpa ef svo má segja. Ég vil vera komin upp í rúm ekki seinna en klukkan 22 og stundum meira segja fyrr, fer allt eftir deginum. Ég er rosa hrifin af heilögu þrenningunni: svefni, hreyfingu og mataræði. Það er mitt jafnvægi.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02 Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01 Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02 Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kringum 6:15.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vakna í rólegheitum um klukkan 6:15, græja það sem þarf fyrst á morgnana, sest með góðan kaffibolla og morgunmat, renn yfir Moggann og skoða vinnudagatalið. Svo keyri ég af stað um 7:15, hlusta á morgunútvarpið og byrja að spá í daginn. Það eru forréttindi að hafa gaman af vinnunni og hlakka til að vakna og mæta.“ Hvert er uppáhaldsheimilisverkið og hvaða heimilisverk finnst þér leiðinlegast? „Mér finnst mjög gaman í eldhúsinu, get alveg gleymt mér yfir flóknum uppskriftum og dúllað mér við að elda í nokkra klukkutíma. Svo er auðvitað alltaf mjög gaman þegar börnin eða barnabörnin koma – þá er líf og fjör. Oft er ég farin að spá í helgarmatinn á fimmtudögum og skoða uppskriftir til að finna eitthvað rosa girnilegt. Ég þarf að hugsa lengi til að finna eitthvað leiðinlegt, því ég er eiginlega svo skrítin að ég meira segja strauja mikið og finnst það bara nokkuð gaman – set þá á góða bók eða hlaðvarp og hlusta. Ef eitthvað er leiðinlegt, þá er það að taka til í kompunni. Sama hversu oft ég tek þar til, þá virðist alltaf bætast við dót sem er fyrir og út um allt.“ Dagbókin og minnispunktar nýtast Guðrúnu vel fyrir skipulagið í vinnunni en eins það að mæta snemma en taka pásu seinnipartinn og fara í göngutúr í Heiðmörk.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Fastus eru verkefnin mjög fjölbreytt. Núna erum við í mörgum ráðningum og fáum frábær teymi inn í allar deildir og í stjórnunarstörf. Það hafa verið miklar breytingar undanfarið og við erum á kafi í endurskipulagningu – að gera fyrirtækið enn öflugra og betra og einbeita okkur að því að vera fyrsti valkostur viðskiptavinarins. Það er alltaf hægt að gera betur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er sem betur fer mjög skipulögð að eðlisfari og er með allt skráð í dagbók. Ég tek líka mikið af minnispunktum á fundum til að passa að ekkert falli á milli og gleymist. Í miklu ati, eins og búið hefur verið að vera, er nauðsynlegt að skipuleggja tímann vel. Við erum með framkvæmdastjórnarfundi á miðvikudagsmorgnum þar sem mörg mál eru tekin fyrir og oft fara af stað miklar og fjörugar umræður. Mér finnst gott að mæta snemma og vera byrjuð á deginum, og frekar taka pásu seinnipart, fara í göngu í Heiðmörkinni og setjast svo aftur við tölvuna og klára daginn. Þetta virkar mjög vel fyrir mig.“ Hvenær ferðu að sofa á virkum kvöldum? „Ég er mjög kvöldsvæf og algjör A-týpa ef svo má segja. Ég vil vera komin upp í rúm ekki seinna en klukkan 22 og stundum meira segja fyrr, fer allt eftir deginum. Ég er rosa hrifin af heilögu þrenningunni: svefni, hreyfingu og mataræði. Það er mitt jafnvægi.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02 Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01 Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02 Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02
„Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02
Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01
Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02
Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01