Langar að prófa „anal“ en er stressuð Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Vísir/Sara Rut Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“ Skiljanlega koma upp allskonar tilfinningar þegar þú ert að hugsa um að prófa eitthvað sem flest okkar eru ennþá mjög feimin að ræða. Auk þess sem mörg hafa fengið litla eða enga kynfræðslu um endaþarmsörvun og mök. Það er alveg rétt hjá þér að endaþarms umræðan hefur upp á síðkastið verið meira í þá átt að fjallað sé um endaþarmsörvun meðal karla. Sennilega því það er enn tabú að vera karlmaður sem hefur áhuga á því að þiggja slíka örvun. Þessi umræða er vissulega ekki ný, við höfum lengi vitað að öll kyn geti fílað endaþarmsörvun, hvort sem það er að þiggja eða veita slíkan unað. Hér fjallaði ég einmitt um þetta út frá áhuga karla. Það sem er einfalt varðandi rassa, ólíkt t.d. kynfærum, þá virka þeir nokkurn veginn eins hjá öllum, óháð kyni. Þannig að öll fræðsla sem snýr að karlmönnum eða kvárum má yfirfæra á rass kvenna. Vissulega getur fólk verið mis stressað, mis áhugasamt og fílað ólíka hluti. En fræðsla varðandi endaþarmsörvun er ansi almenn að öðru leyti. Hvað er gott að vita? Tveir hringvöðvar , ekki bara einn Flest vitum við að í rassinum er hringvöðvi. En í raun eru tveir vöðvar sem vinna saman en á ólíkan hátt. Sá innri sér um sig sjálfur og við stjórnum honum í raun ekki. Sá ytri er vöðvinn sem við getum nokkuð auðveldlega herpt saman eða slakað á. En af hverju skiptir máli að þekkja þessa vöðva? Þegar þú ert stressuð eru þessir vöðvar sennilega ansi spenntir, sem þýðir að öll innsetning verður óþægilegri. Til að getað þegið örvun á endaþarmi er mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Slaka vel á rassinum og byrja rólega. Áður en tæki eða typpi er sett í rassinn er best að byrja á einum fingri, leyfa rassinum að slaka á og venjast því áður en lengra er haldið. Sjá alla pistla Aldísar hér. Æfðu þig og lærðu á hringvöðvana Sumum finnst gott að æfa sig ein áður en þau leyfa öðrum að örva endaþarm sinn. Í sjálfsfróun er hægt að prófa sig áfram með fingri eða tæki. Þannig ferð þú að þekkja hvernig vöðvarnir virka og hvernig er best að slaka á og gefa eftir. Ef þú ert að nota tæki, passaðu að velja tæki sem er sérstaklega hannað fyrir rassinn, þau eru með breiðari botn svo auðvelt sé að taka tækið aftur út. Sleipiefni Það er alltaf gott að eiga gott sleipiefni. En þegar kemur að endaþarmsörvun er það nauðsynlegt. Ólíkt leggöngum blotnar endaþarmurinn ekki. Þannig að sleipiefni, og nóg af því, þarf til að tryggja unað og þægindi. Sleipiefni eru ekki öll eins. Það skiptir máli hvort þú ert að nota tæki, fingur, typpi og svo hvort það sé notaður smokkur eða ekki. Einnig eru til sleipiefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir endaþarminn. Samskipti Ef þú ert að fara að stunda endaþarmsmök er mikilvægt að þú upplifir traust og vitir að það sé hægt að stoppa eða taka pásu hvenær sem er. Oft er gott að ræða þessa hluti fyrirfram. Farið rólega af stað og láttu vita ef eitthvað er óþægilegt eða hægja þarf á. Kynlíf á ekki að vera vont og við erum ólíkleg til að vilja prófa eitthvað aftur ef við upplifum sársauka samhliða örvuninni. Þrif, skol og hreinlæti Þetta eru sennilega ekki nýjar fréttir, en endaþarmurinn er hluti af meltingarveginum okkar og út um endaþarminn kemur kúkur. Þegar við erum að örva þetta svæði er því alltaf hætta á því að sjá kúk eða að það komi kúkur á typpi eða leikfang sem fer inn í rassinn. Mörgum finnst því mikilvægt að þrífa eða skola rassinn fyrir kynlíf, en það er ekki nauðsynlegt. Einnig er hægt að nota smokk eða latex hanska sem fara svo bara beint í ruslið að loknu kynlífi. Ef það hjálpar þér að slaka á og dregur úr stressi að skola og þrífa rassinn, er fínt að vera meðvituð um að nota bara vatn og hafa það ekki of heitt. Hægt er að kaupa sérstök tæki, anal douche, sem sprauta vatni inn í endaþarminn. Passa þarf að skola ekki of oft endaþarminn því það getur haft áhrif á slímhúðina og valdið ertingu. Það er í góðu lagi að prófa eitthvað þó þú vitir í raun lítið um það og sért stressuð. Gefðu líkamanum góðan tíma, hlustaðu á hann og mundu að hægja á eða stoppa eftir þörfum. Kynlíf á að snúast um unað. Þó þú opnir á samtalið um endaþarmsörvun þarf ekki að fara alla leið í endaþarmsmök strax. Það er best að taka þetta í mörgum litlum skrefum þangað til þú upplifir þig nógu örugga í næsta skref Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Skiljanlega koma upp allskonar tilfinningar þegar þú ert að hugsa um að prófa eitthvað sem flest okkar eru ennþá mjög feimin að ræða. Auk þess sem mörg hafa fengið litla eða enga kynfræðslu um endaþarmsörvun og mök. Það er alveg rétt hjá þér að endaþarms umræðan hefur upp á síðkastið verið meira í þá átt að fjallað sé um endaþarmsörvun meðal karla. Sennilega því það er enn tabú að vera karlmaður sem hefur áhuga á því að þiggja slíka örvun. Þessi umræða er vissulega ekki ný, við höfum lengi vitað að öll kyn geti fílað endaþarmsörvun, hvort sem það er að þiggja eða veita slíkan unað. Hér fjallaði ég einmitt um þetta út frá áhuga karla. Það sem er einfalt varðandi rassa, ólíkt t.d. kynfærum, þá virka þeir nokkurn veginn eins hjá öllum, óháð kyni. Þannig að öll fræðsla sem snýr að karlmönnum eða kvárum má yfirfæra á rass kvenna. Vissulega getur fólk verið mis stressað, mis áhugasamt og fílað ólíka hluti. En fræðsla varðandi endaþarmsörvun er ansi almenn að öðru leyti. Hvað er gott að vita? Tveir hringvöðvar , ekki bara einn Flest vitum við að í rassinum er hringvöðvi. En í raun eru tveir vöðvar sem vinna saman en á ólíkan hátt. Sá innri sér um sig sjálfur og við stjórnum honum í raun ekki. Sá ytri er vöðvinn sem við getum nokkuð auðveldlega herpt saman eða slakað á. En af hverju skiptir máli að þekkja þessa vöðva? Þegar þú ert stressuð eru þessir vöðvar sennilega ansi spenntir, sem þýðir að öll innsetning verður óþægilegri. Til að getað þegið örvun á endaþarmi er mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Slaka vel á rassinum og byrja rólega. Áður en tæki eða typpi er sett í rassinn er best að byrja á einum fingri, leyfa rassinum að slaka á og venjast því áður en lengra er haldið. Sjá alla pistla Aldísar hér. Æfðu þig og lærðu á hringvöðvana Sumum finnst gott að æfa sig ein áður en þau leyfa öðrum að örva endaþarm sinn. Í sjálfsfróun er hægt að prófa sig áfram með fingri eða tæki. Þannig ferð þú að þekkja hvernig vöðvarnir virka og hvernig er best að slaka á og gefa eftir. Ef þú ert að nota tæki, passaðu að velja tæki sem er sérstaklega hannað fyrir rassinn, þau eru með breiðari botn svo auðvelt sé að taka tækið aftur út. Sleipiefni Það er alltaf gott að eiga gott sleipiefni. En þegar kemur að endaþarmsörvun er það nauðsynlegt. Ólíkt leggöngum blotnar endaþarmurinn ekki. Þannig að sleipiefni, og nóg af því, þarf til að tryggja unað og þægindi. Sleipiefni eru ekki öll eins. Það skiptir máli hvort þú ert að nota tæki, fingur, typpi og svo hvort það sé notaður smokkur eða ekki. Einnig eru til sleipiefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir endaþarminn. Samskipti Ef þú ert að fara að stunda endaþarmsmök er mikilvægt að þú upplifir traust og vitir að það sé hægt að stoppa eða taka pásu hvenær sem er. Oft er gott að ræða þessa hluti fyrirfram. Farið rólega af stað og láttu vita ef eitthvað er óþægilegt eða hægja þarf á. Kynlíf á ekki að vera vont og við erum ólíkleg til að vilja prófa eitthvað aftur ef við upplifum sársauka samhliða örvuninni. Þrif, skol og hreinlæti Þetta eru sennilega ekki nýjar fréttir, en endaþarmurinn er hluti af meltingarveginum okkar og út um endaþarminn kemur kúkur. Þegar við erum að örva þetta svæði er því alltaf hætta á því að sjá kúk eða að það komi kúkur á typpi eða leikfang sem fer inn í rassinn. Mörgum finnst því mikilvægt að þrífa eða skola rassinn fyrir kynlíf, en það er ekki nauðsynlegt. Einnig er hægt að nota smokk eða latex hanska sem fara svo bara beint í ruslið að loknu kynlífi. Ef það hjálpar þér að slaka á og dregur úr stressi að skola og þrífa rassinn, er fínt að vera meðvituð um að nota bara vatn og hafa það ekki of heitt. Hægt er að kaupa sérstök tæki, anal douche, sem sprauta vatni inn í endaþarminn. Passa þarf að skola ekki of oft endaþarminn því það getur haft áhrif á slímhúðina og valdið ertingu. Það er í góðu lagi að prófa eitthvað þó þú vitir í raun lítið um það og sért stressuð. Gefðu líkamanum góðan tíma, hlustaðu á hann og mundu að hægja á eða stoppa eftir þörfum. Kynlíf á að snúast um unað. Þó þú opnir á samtalið um endaþarmsörvun þarf ekki að fara alla leið í endaþarmsmök strax. Það er best að taka þetta í mörgum litlum skrefum þangað til þú upplifir þig nógu örugga í næsta skref Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira