Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 16:53 Jóhann Berg Guðmundsson er mættur aftur í íslenska hópinn, og beint í byrjunarliðið. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn hundraðasta A-landsleik í kvöld, gegn Aserbaísjan í undankeppni HM í fótbolta. Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu um „óvænta“ endurkomu Jóhanns í byrjunarliðið, á Sýn Sport fyrir leik. Kári kvaðst handviss um að það væri rómantíkin í Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara sem gerði að verkum að hann hefði skellt Jóhanni beint í byrjunarliðið, eftir að hafa ekki haft hann í hóp í haust. „Ég held að það séu hundrað prósent líkur á að þú sért búinn að negla þetta þarna. Þetta er akkúrat svona sögulína sem Arnar elskar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Jói skori,“ sagði Kári við Kjartan Atla Kjartansson. Lárus Orri Sigurðsson var einnig ánægður með að sjá Jóhann í byrjunarliðinu: „Mér líst vel á þetta. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu hjá Arnari og það kæmi manni mjög á óvart ef það væri ekkert óvenjulegt í gangi. Það að hann skyldi hafa valið Jóa núna, eftir að hafa fryst hann úti í tvo glugga, kom á óvart en ég er bara mjög feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi þarna. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum þarna á kantinum,“ sagði Lárus en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um Jóhann Berg fyrir leik Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport, í opinni dagskrá. Beina textalýsingu má finna á Vísi. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Kári kvaðst handviss um að það væri rómantíkin í Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara sem gerði að verkum að hann hefði skellt Jóhanni beint í byrjunarliðið, eftir að hafa ekki haft hann í hóp í haust. „Ég held að það séu hundrað prósent líkur á að þú sért búinn að negla þetta þarna. Þetta er akkúrat svona sögulína sem Arnar elskar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Jói skori,“ sagði Kári við Kjartan Atla Kjartansson. Lárus Orri Sigurðsson var einnig ánægður með að sjá Jóhann í byrjunarliðinu: „Mér líst vel á þetta. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu hjá Arnari og það kæmi manni mjög á óvart ef það væri ekkert óvenjulegt í gangi. Það að hann skyldi hafa valið Jóa núna, eftir að hafa fryst hann úti í tvo glugga, kom á óvart en ég er bara mjög feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi þarna. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum þarna á kantinum,“ sagði Lárus en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um Jóhann Berg fyrir leik Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport, í opinni dagskrá. Beina textalýsingu má finna á Vísi.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira