Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 12:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur sautján sinnum verið fyrirliði íslenska landsliðsins við upphafsspyrnu leiks. Getty/Alex Grimm Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn hundraðasta landsleik í gærkvöldi þegar Íslands vann 2-0 sigur Aserbaísjan og hélt HM-vonum sínum á lífi. Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021 Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
- Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira