Samstarf

Einar Már, Sunna Dís og Sig­rún Eld­járn lesa upp í kvöld

Forlagið
bokakonfekt2

Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20.

Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.

Dagskrá hefst kl. 20 en húsið opnar 19 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.

Upplestrar kvöldsins verða:

  • Sigrún Eldjárn - Torf, grjót og burnirót
  • Margrét Höskuldsdóttir - Lokar augum blám
  • Þórdís Helgadóttir - Lausaletur
  • Einar Már Guðmundsson - Allt frá hatti oní skó
  • Nína Ólafsdóttir - Þú sem ert á jörðu
  • Júlía Margrét Einarsdóttir - Dúkkuverksmiðjan
  • Sunna Dís Másdóttir - Postulín
  • Ása Marin - Stjörnurnar yfir Eyjafirði

Hægt verður að horfa í beinni í spilaranum hér fyrir neðan. Útsending hefst klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×