Erlent

Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Filippseyjum. 
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Filippseyjum.  EPA

Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. 

Nærri tvö hundruð létust þegar fellibilbylurinn Kalmaegi reið yfir landið fyrr í vikunni. Ferdinand Marcos forseti Filippseyja lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en mikil eyðileggir blasir við íbúum. 

Fung-wong hefur mælst talsvert kraftmeiri en Kalmaegi og því verið færður upp um stig og skilgreinist þá sem ofurfellibylur. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Filippseyja hafa vindhviður mælst allt að 230 km/klst, eða tæplega 64 m/s.

Ofurfellibylurinn herjaði á miðausturhluta eyjaklasans í morgun en búist er við að hann nálgist Lúson, þéttbýlustu eyju Filippseyja, með kvöldinu. Veðurfræðingar reikna þó með að hann verði aftur komin á stig fellibyls þegar hann færist yfir eyjuna. 

Fellibylnum fylgir mikil rigning og íbúar undirbúa sig undir flóð og aurskriður. Rask hefur orðið á flugi um eyjaklasann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×