Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Hér er á ferðinni Brie-ostur í stökkum pistasíuhjúp, með heitu hunangi og rifsberjum. Gotteri.is Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni. Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira