Lífið

Keyptu 230 fer­metra ein­býlis­hús á Sel­tjarnar­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið par síðan árið 2017.
Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið par síðan árið 2017.

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, kennarinn Jovana Schally, hafa fest kaup á 230 fermetra einbýlishúsi við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi. Kaupverðið nam 176 milljónum króna.

Gauti og Jovana settu nýverið eign sína við Grandaveg á sölu, og seldist hún á 99 milljónir króna. Þau sögðust elska íbúðina en eiga of mörg börn til að búa í henni áfram.

Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið par síðan árið 2017. Þau trúlofuðu sig árið 2019 og giftu sig í ágúst 2022.

Það ætti því að vera nægt pláss fyrir alla fjölskylduna í húsinu við Tjarnarstíg. Húsið er byggt árið 1955 og er á tveimur hæðum. Neðri hæðin skiptist í tvær samliggjandi bjartar stofur og sólstofu, stórt eldhús, gestasalerni, forstofuherbergi og þvottahús.

Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol — alls fimm svefnherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.