Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 20:00 Valdís Jóna Mýrdal nýtur lífsins í Stokkhólmi. Instagram „Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu,“ segir hin 24 ára gamla Valdís Jóna Mýrdal sem ákvað að flytja til Stokkhólms í haust og nýtur lífsins í botn. Valdís er nýútskrifaður grafískur hönnuður og gusumeistari og fékk nýverið draumastarfsnámið úti. Hvað varð til þess að þú fluttir til Stokkhólms? Stjúpmamma mín var að flytja til Stokkhólms til að vinna á Karólínska sjúkrahúsinu í fimm mánuði. Hún þurfti aðstoð með tvær litlu systur mínar, sem eru tíu og fimm ára, og þetta passaði fullkomlega þar sem ég var nýbúin að útskrifast úr LHÍ og vildi prófa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Fyrst var auðvelt að segja já en svo blikkaði ég og allt í einu var ég bara að flytja út á morgun sem var smá yfirþyrmandi en á sama tíma mjög gaman. Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu! View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Hvað hefurðu búið þar lengi? Síðan í byrjun ágúst. Það er æðislegt að fá að upplifa árstíðir svona í fyrsta sinn. Valdís býr úti með stjúpmömmu sinni og tveimur systrum og segir æðislegt að fá að upplifa árstíðir.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að hjálpa stjúpmömmu minni með litlu systur mínar, svona eins og au-pair. Ég fer með þær í skóla og leikskóla á morgnana og hjálpa til með heimilisstörf og daglegt líf. Síðan er ég að taka að mér verkefni og leita mér að fleiri verkefnum í grafíkinni. Sætar systur!Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já! Ég fæddist í Uppsala og bjó þar í um sjö ár sem er rétt fyrir utan Stokkhólm. Ég held að það sé líka ein ástæðan fyrir því að mig langaði svona mikið að koma hingað aftur og upplifa sænskuna og menninguna á ný og ég er svo abbó út í alla sem tala sænsku. Valdís fæddist í Svíþjóð og ber sterkar taugar til landsins.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Venjulegur dagur hjá mér byrjar klukkan sjö þegar ég vakna með stelpunum og hjálpa þeim að græja sig fyrir daginn. Svo löbbum við saman í leikskóla og skóla. Eftir það fer ég oftast í saunu! Stundum chilla ég heima eða fer í göngutúr um borgina og vinn líka aðeins í tölvunni í freelance-verkefnum. Þegar klukkan slær fjögur næ ég í yngri systur mína á leikskóla og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, á meðan sú eldri kemur sér sjálf heim. Á kvöldin borðum við saman og eigum kósý stund eða stundum fer ég og hitti vini sem ég hef kynnst hér úti. Fallegt í Stokkhólmi!Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast við þetta er ábyggilega hvað borgin er stærri og hvað það eru miklu fleiri möguleikar hér en á Íslandi. Ég elska að vera stórborgarskvís! Annars er líka svo gaman að hitta og kynnast nýju fólki. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ég fann í fyrsta sinn fyrir heimþrá þegar besta vinkona mín Birna Rún Kolbeinsdóttir var í heimsókn hjá mér í viku. Þegar hún var að fara heim þá langaði mig mjög mikið að lauma mér í töskuna. Valdís naut þess í botn að hafa Birnu Rún bestu vinkonu sína í heimsókn.Aðsend Hvað er framundan? Ég var nýlega að fá starfsnám á hönnunarstofu hér í Stokkhólmi, sem er svo kúl! Ég er svo ótrúlega spennt fyrir því að læra meira að því sem mér finnst áhugavert og vil gera í framtíðinni. Það þýðir að ég verð hér úti í að minnsta kosti hálft ár til viðbótar eftir áramót. Draumurinn væri að vera líka að passa hunda hérna um helgar. Fara út að labba með sæta hunda. Líf mitt væri fullkomnað. Valdísi dreymir um að fara út að labba með sæta hunda!Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar ég segi að ég sé frá Íslandi þá er alltaf það fyrsta sem fólk spyr hvort Íslendingabók sé til í alvöru og hvort við séum öll skyld. What happened to hello? How are you? My name is…? Valdís er búin að eignast marga vini úti - sem byrja flestir á að spyrja hvort allir Íslendingar séu skyldir!Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Ég held það fyndnasta hafi verið þegar yngri systir mín, sem er fimm ára, var að byrja í leikskólanum hér og kunni ekki reiprennandi sænsku. Einn daginn fór ég að ná í hana og fóstrurnar á leikskólanum sögðu mér að hún hefði verið að segja eitthvað orð allan daginn, en þær skildu ekkert og flettu í öllum bókum og reyndu að fá hana til að benda á það. Þegar ég spurði hana hvað hún hefði verið að segja, sagði hún „fiðrildi“ en með þykkasta sænska hreiminn ofan á! Síðan þá hefur hún bara verið að setja þennan hreim á mörg orð ef hún er ekki alveg viss hvernig á að segja á sænsku og mér finnst hún vera snillingur því það er eiginlega helmings líkur á að það sé rétt. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held maður flytji alltaf aftur til Íslands! Ísland er alveg epic. Valdís segir að lífið úti sé einfaldlega draumur í dós.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég held að fá að vera með litlu systrum mínum, kynnast geggjuðum gellum og fá þetta starfsnám! Draumur í dós! Íslendingar erlendis Hundar Svíþjóð Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Hvað varð til þess að þú fluttir til Stokkhólms? Stjúpmamma mín var að flytja til Stokkhólms til að vinna á Karólínska sjúkrahúsinu í fimm mánuði. Hún þurfti aðstoð með tvær litlu systur mínar, sem eru tíu og fimm ára, og þetta passaði fullkomlega þar sem ég var nýbúin að útskrifast úr LHÍ og vildi prófa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Fyrst var auðvelt að segja já en svo blikkaði ég og allt í einu var ég bara að flytja út á morgun sem var smá yfirþyrmandi en á sama tíma mjög gaman. Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu! View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Hvað hefurðu búið þar lengi? Síðan í byrjun ágúst. Það er æðislegt að fá að upplifa árstíðir svona í fyrsta sinn. Valdís býr úti með stjúpmömmu sinni og tveimur systrum og segir æðislegt að fá að upplifa árstíðir.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að hjálpa stjúpmömmu minni með litlu systur mínar, svona eins og au-pair. Ég fer með þær í skóla og leikskóla á morgnana og hjálpa til með heimilisstörf og daglegt líf. Síðan er ég að taka að mér verkefni og leita mér að fleiri verkefnum í grafíkinni. Sætar systur!Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já! Ég fæddist í Uppsala og bjó þar í um sjö ár sem er rétt fyrir utan Stokkhólm. Ég held að það sé líka ein ástæðan fyrir því að mig langaði svona mikið að koma hingað aftur og upplifa sænskuna og menninguna á ný og ég er svo abbó út í alla sem tala sænsku. Valdís fæddist í Svíþjóð og ber sterkar taugar til landsins.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Venjulegur dagur hjá mér byrjar klukkan sjö þegar ég vakna með stelpunum og hjálpa þeim að græja sig fyrir daginn. Svo löbbum við saman í leikskóla og skóla. Eftir það fer ég oftast í saunu! Stundum chilla ég heima eða fer í göngutúr um borgina og vinn líka aðeins í tölvunni í freelance-verkefnum. Þegar klukkan slær fjögur næ ég í yngri systur mína á leikskóla og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, á meðan sú eldri kemur sér sjálf heim. Á kvöldin borðum við saman og eigum kósý stund eða stundum fer ég og hitti vini sem ég hef kynnst hér úti. Fallegt í Stokkhólmi!Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast við þetta er ábyggilega hvað borgin er stærri og hvað það eru miklu fleiri möguleikar hér en á Íslandi. Ég elska að vera stórborgarskvís! Annars er líka svo gaman að hitta og kynnast nýju fólki. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ég fann í fyrsta sinn fyrir heimþrá þegar besta vinkona mín Birna Rún Kolbeinsdóttir var í heimsókn hjá mér í viku. Þegar hún var að fara heim þá langaði mig mjög mikið að lauma mér í töskuna. Valdís naut þess í botn að hafa Birnu Rún bestu vinkonu sína í heimsókn.Aðsend Hvað er framundan? Ég var nýlega að fá starfsnám á hönnunarstofu hér í Stokkhólmi, sem er svo kúl! Ég er svo ótrúlega spennt fyrir því að læra meira að því sem mér finnst áhugavert og vil gera í framtíðinni. Það þýðir að ég verð hér úti í að minnsta kosti hálft ár til viðbótar eftir áramót. Draumurinn væri að vera líka að passa hunda hérna um helgar. Fara út að labba með sæta hunda. Líf mitt væri fullkomnað. Valdísi dreymir um að fara út að labba með sæta hunda!Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar ég segi að ég sé frá Íslandi þá er alltaf það fyrsta sem fólk spyr hvort Íslendingabók sé til í alvöru og hvort við séum öll skyld. What happened to hello? How are you? My name is…? Valdís er búin að eignast marga vini úti - sem byrja flestir á að spyrja hvort allir Íslendingar séu skyldir!Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Ég held það fyndnasta hafi verið þegar yngri systir mín, sem er fimm ára, var að byrja í leikskólanum hér og kunni ekki reiprennandi sænsku. Einn daginn fór ég að ná í hana og fóstrurnar á leikskólanum sögðu mér að hún hefði verið að segja eitthvað orð allan daginn, en þær skildu ekkert og flettu í öllum bókum og reyndu að fá hana til að benda á það. Þegar ég spurði hana hvað hún hefði verið að segja, sagði hún „fiðrildi“ en með þykkasta sænska hreiminn ofan á! Síðan þá hefur hún bara verið að setja þennan hreim á mörg orð ef hún er ekki alveg viss hvernig á að segja á sænsku og mér finnst hún vera snillingur því það er eiginlega helmings líkur á að það sé rétt. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held maður flytji alltaf aftur til Íslands! Ísland er alveg epic. Valdís segir að lífið úti sé einfaldlega draumur í dós.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég held að fá að vera með litlu systrum mínum, kynnast geggjuðum gellum og fá þetta starfsnám! Draumur í dós!
Íslendingar erlendis Hundar Svíþjóð Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira