Fótbolti

Eins og á gaml­árs­kvöldi á Ís­landi inni á leik­vanginum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi flugeldasýning var í boði stuðningsmanna argentínska fótboltafélagsins Racing Club fyrir mikilvægan leik gegn Flamengo í undanúrslitum Copa Libertadores.
Þessi flugeldasýning var í boði stuðningsmanna argentínska fótboltafélagsins Racing Club fyrir mikilvægan leik gegn Flamengo í undanúrslitum Copa Libertadores. EPA/Luciano Gonzalez

Stuðningsmenn argentínska fótboltafélagsins Racing Club buðu upp á ótrúlega flugeldasýningu fyrir afar mikilvægan leik gegn Flamengo í undanúrslitum Suður-Ameríkubikars félagsliða, Copa Libertadores.

Það er ljóst á öllu að argentínska félagið státar af ástríðufullum stuðningsmannahópi en það er líka hægt að ímynda sér sektina hjá Knattspyrnusambandi Evrópu ef þetta kæmi fyrir í Evrópuleik.

Þegar leikmenn liðanna voru á leið út úr búningsklefanum ákváðu aðdáendur Racing að búa til magnað andrúmsloft.

Þeir stóðu fyrir ótrúlegri flugeldasýningu þar sem fjölda flugelda var skotið upp í loftið. Það var nánast eins og hver einasti aðdáandi Racing hefði skotið upp sínum eigin flugeldi til að skapa magnaða sjónræna upplifun á himninum.

Ástandið inni á Estadio Presidente Perón, heimavelli Racing Club de Avellaneda, var fyrir vikið eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum en völlurinn tekur 55 þúsund manns.

Þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu aðdáenda Racing gerði lið þeirra markalaust jafntefli og Flamengo komst áfram í úrslitaleik Copa Libertadores.

Það má sjá sýninguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×