Erlent

Friður for­senda þess að er­lent lið verði sent til Gasa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Abdullah konungur er meðal þeirra sem hefur áhyggjur af því að blandast inn í átök milli Ísrael og Hamas.
Abdullah konungur er meðal þeirra sem hefur áhyggjur af því að blandast inn í átök milli Ísrael og Hamas. Getty/Chris Jackson

Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sent inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa.

Abdulla ræddi við BBC Panorama á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að ríki myndu vilja koma að friðargæslu en ekki að því að knýja fram frið.

„Friðargæsla er þegar þú ert á svæðinu að styðja lögregluna, Palestínumennina, sem Jórdanía og Egyptaland eru reiðubúin til að gera. En það tekur tíma. Ef við erum að fara út um allt á Gasa og viðhafa vopnað eftirlit; það er ekki staða sem neitt ríki vill koma sér í.“

Samkvæmt BBC eru erlend ríki hafa nokkrar áhyggjur af því að dragast inn í átök milli Ísraelshers og Hamas, eða þá Hamas og annarra vígahópa á svæðinu.

„Ég þekki þá ekki,“ svaraði Abdullah, spurður að því hvort hann héldi að Hamas myndu standa við loforð um að gefa eftir öll yfirráð á svæðinu. „En þeir sem hafa starfað afar náið með þeim, Katar og Egyptaland, þeir eru afar bjartsýnir á að þau muni standa við það.“

Konungurinn sagði einnig að ef vandamálið yrði ekki leyst, ef sambandið milli Arabaríkjanna og Ísrael og framtíð fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn yrðu ekki tryggð, væri allt úti.

Abdulla sagðist hafa flogið yfir Gasa og upplifað áfall yfir því að sjá svæðið. Það væri ótrúlegt að alþjóðasamfélagið hefðu leyft hörmungunum þar að eiga sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×