„Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. október 2025 09:42 Það er einhver rómantík og sjarmi yfir ítalskri matargerð. Instagram Það er einhver rómantík og sjarmi yfir ítalskri matargerð. Ása María Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olifa, deilir reglulega ítölskum uppskriftum á Instagram-síðu sinni sem einkennast af fáum hráefnum og ferskleika. Að þessu sinni kynnir hún rétt sem hún segir vera táknmynd ítalskrar matargerðar. Rétturinn samanstendur af safaríku, grilluðu nautakjöti, fersku klettasalati, nýkreistri sítrónu og parmesanosti, toppaður með góðri ólífuolíu. „Þetta er hið ómótstæðilega bragð Miðjarðarhafsins,“ segir Ása María. „Þetta er einn af þessum réttum sem mér finnst að allir ættu að kunna, því hann endurspeglar það sem ítölsk matargerð snýst um — einfaldleika, gæði og virðingu fyrir hráefnunum.“ „Tagliata ruccola e grana“ Hráefni: • Heil nautasteik 400–500gr (t.d. contre-filet, entrecôte eða ribeye)• Olifa ólífuolía fyrir háan hita, 1–2 msk (til að smyrja kjötið áður en það fer á grillið)• Olifa extra virgin ólífuolía eftir smekk• Ferskt klettasalat• Olifa Parmigiano Reggiano ostur• Sítróna og salt Aðferð: Kveiktu á grillinu og hitaðu kolin þar til þau glóa vel. Það sem skiptir mestu máli er að ristin sé vel heit til að fá fallega grillað kjöt og jafna eldun. Undirbúum kjötið: Taktu steikina úr kæli 1–2 klst áður en hún fer á grillið svo hún nái stofuhita. Þurrkaðu hana vel með eldhúspappír. Nuddaðu kjötið með hitaþolinni Olifa olíu og stráðu salti á báðar hliðar. Þetta hjálpar til við að loka yfirborðinu og kemur í veg fyrir að kjötið festist á grillinu. Grillum kjötið: Leggðu kjötið á mjög heitt grillið og grillaðu það eftir þykkt og tegund. Ekki hreyfa við kjötinu meðan það grillast. Leyfðu gylltu grillförunum að myndast í rólegheitunum en það er merki um hið svokallaða Maillard-viðbragð sem við viljum fá á kjötið. Hvílum kjötið: Þegar kjötið er tilbúið, leggðu það á disk eða bretti með álpappír og leyfðu því að hvíla í 2–3 mínútur. Þannig dreifist safinn aftur um kjötið og það verður mjúkt þegar við skerum það. Skerum kjötið og berum það fram:Skerðu kjötið þvert á trefjarnar í um 1 cm þykkar sneiðar. Raðaðu svo sneiðunum á skurðarbretti/stórt fat og dreifðu því næst yfir klettasalatinu, parmigiano ostaflögum, salti og vel af þinni uppáhalds Olifa EVOO ólífuolíu ( td IGP Puglia, Toscano eða Sikiley). Að lokum kreistu sítrónuna yfir fyrir ferskt og safaríkt “touch”. View this post on Instagram A post shared by Àsa Regins (@asaregins) Matur Uppskriftir Ítalía Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Rétturinn samanstendur af safaríku, grilluðu nautakjöti, fersku klettasalati, nýkreistri sítrónu og parmesanosti, toppaður með góðri ólífuolíu. „Þetta er hið ómótstæðilega bragð Miðjarðarhafsins,“ segir Ása María. „Þetta er einn af þessum réttum sem mér finnst að allir ættu að kunna, því hann endurspeglar það sem ítölsk matargerð snýst um — einfaldleika, gæði og virðingu fyrir hráefnunum.“ „Tagliata ruccola e grana“ Hráefni: • Heil nautasteik 400–500gr (t.d. contre-filet, entrecôte eða ribeye)• Olifa ólífuolía fyrir háan hita, 1–2 msk (til að smyrja kjötið áður en það fer á grillið)• Olifa extra virgin ólífuolía eftir smekk• Ferskt klettasalat• Olifa Parmigiano Reggiano ostur• Sítróna og salt Aðferð: Kveiktu á grillinu og hitaðu kolin þar til þau glóa vel. Það sem skiptir mestu máli er að ristin sé vel heit til að fá fallega grillað kjöt og jafna eldun. Undirbúum kjötið: Taktu steikina úr kæli 1–2 klst áður en hún fer á grillið svo hún nái stofuhita. Þurrkaðu hana vel með eldhúspappír. Nuddaðu kjötið með hitaþolinni Olifa olíu og stráðu salti á báðar hliðar. Þetta hjálpar til við að loka yfirborðinu og kemur í veg fyrir að kjötið festist á grillinu. Grillum kjötið: Leggðu kjötið á mjög heitt grillið og grillaðu það eftir þykkt og tegund. Ekki hreyfa við kjötinu meðan það grillast. Leyfðu gylltu grillförunum að myndast í rólegheitunum en það er merki um hið svokallaða Maillard-viðbragð sem við viljum fá á kjötið. Hvílum kjötið: Þegar kjötið er tilbúið, leggðu það á disk eða bretti með álpappír og leyfðu því að hvíla í 2–3 mínútur. Þannig dreifist safinn aftur um kjötið og það verður mjúkt þegar við skerum það. Skerum kjötið og berum það fram:Skerðu kjötið þvert á trefjarnar í um 1 cm þykkar sneiðar. Raðaðu svo sneiðunum á skurðarbretti/stórt fat og dreifðu því næst yfir klettasalatinu, parmigiano ostaflögum, salti og vel af þinni uppáhalds Olifa EVOO ólífuolíu ( td IGP Puglia, Toscano eða Sikiley). Að lokum kreistu sítrónuna yfir fyrir ferskt og safaríkt “touch”. View this post on Instagram A post shared by Àsa Regins (@asaregins)
Matur Uppskriftir Ítalía Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira