Fótbolti

Mynda­syrpa: Ógleyman­legt kvöld í Dalnum

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir í leiknum.
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir í leiknum.

Stuðningsmenn og þátttakendur í 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland, næstefsta land heimslistans í fótbolta, gleyma sjálfsagt seint því sem á gekk í Laugardalnum í gærkvöld.

Ljósmyndarinn Anton Brink Hansen var með myndavélina á lofti og fangaði andrúmsloftið í þessu frækna jafntefli sem gefur Íslandi von um að komast á HM næsta sumar. Lokaleikirnir í riðlinum verða svo í nóvember þegar Ísland spilar útileiki við Asera og Úkraínumenn.

Myndaveislu frá gærkvöldinu má sjá hér að neðan.

Strákarnir þökkuðu vel fyrir magnaðan stuðning í Laugardalnum.vísir/Anton

Strákarnir fögnuðu vel eftir að hafa komist yfir gegn Frökkum.vísir/Anton

Sævar Atli Magnússon í baráttu við Dayot Upamecano, miðvörðinn fíleflda sem spilar með Bayern München.vísir/Anton

Guðlaugur Victor Pálsson renndi sér á hnjánum eftir að hann skoraði í lok fyrri hálfleiks.vísir/Anton

Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn í byrjunarlið Íslands í staðinn fyrir bróður sinn, Andra Lucas.vísir/Anton

Mikael Egill Ellertsson býr yfir hraða sem erfitt er að ráða við.vísir/Anton

Didier Deschamps fór bara með eitt stig heim frá Íslandi.vísir/Anton

Tólfan var á sínum stað og lét vel í sér heyra.vísir/Anton

Það var uppselt á leikinn í kvöld, rétt eins og gegn Úkraínu á föstudaginn.vísir/Anton

Fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni.vísir/Anton

Andri Lucas Guðjohnsen og William Saliba að kljást.vísir/Anton

Okkar mönnum var létt eftir að hafa náð að innbyrða stig.vísir/Anton

Sævar Atli Magnússon og Florian Thauvin í skemmtilegum dansi.vísir/Anton

Elías Rafn Ólafsson átti magnaðar markvörslur í leiknum.vísir/Anton

Mikael Anderson kom inn á í seinni hálfleiknum.vísir/Anton

Brynjólfur Willumsson í baráttu við Upamecano.vísir/Anton

Elías Rafn Ólafsson sá til þess að staðan væri 1-0 í hálfleik.vísir/Anton

Kristian Hlynsson skoraði markið mikilvæga sem tryggði Íslandi stig.vísir/Anton

Albert Guðmundsson átti stoðsendinguna í jöfnunarmarkinu.vísir/Anton

Arnar Gunnlaugsson hlýtur að vera sáttur eftir jafntefli gegn stórliði Frakka.vísir/Anton

Kristian Hlynsson fagnaði markinu sínu vel eins og tæplega 10.000 áhorfendur í Laugardalnum í gær.vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×