Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 13:48 Ingrid tekur dæmi af sjálfri sér þegar mistök eru annars vegar. Vísir/Vilhelm Kona með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði segir mistök kennslustund í dulargervi. Þau móti karakter okkar, húmor, samkennd, seiglu og geri okkur að áhugaverðari manneskjum enda sé fullkomið fólk ekkert sérstaklega áhugavert. Ingrid Kuhlman stingur niður penna á Vísi í tilefni alþjóðlega mistakadagsins. Ingrid er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði en líka óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl, eins og hún kemst að orði. „Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?““ Ingrid segir fólk snöggt að brosa yfir mistökum annarra en þegar það klúðri sjálft virðist það skyndilega vera stórmál. Það sé eins og fólk sé allt með innbyggðan klúðursmæli sem segi: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Hvað gerist þegar ungbarn dettur? Mistök séu ekki bara óhjákvæmileg heldur bókstaflega hluti af námskerfi heilans. „Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: „Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.““ Nei, fólk fagni, hvetji og deili myndbandi af sögulega augnablikinu. „En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin.“ Gróskuhugarfar og fastmótað hugarfar Hún nefnir mikilvægi viðbragða við mistökum. Mistök hjá fólki með fastmótað hugarfar verði ógn við sjálfsmyndina og merki um að við séum ekki nógu klár. Fólk með gróskuhugarfar trúi að hæfileikar og kunnátta þróist með æfingum, reynslu og mistökum. Að neðan má sjá samantekt á mistökum ársins 2022. Vafalítið mátti læra margt af þeim. „Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Ingrid segir að á sumum vinnustöðum ríki stemning þar sem fólk sé hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. „Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.“ Verðlauna fyrir klúður Vinnustaðir gætu haldið mánaðarlegan klúðursfund. Að geta hlegið að eigin klúðri sé tákn um styrk, ekki veikleika. „Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri,“ segir Ingrid og jafnvel mætti verðlauna klúður. „Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Í tilefni dagsins má sjá á bak við tjöldin á fréttastofunni í fyrra því fréttamenn gera sannarlega mistök eins og aðrir. Vinnustaðurinn Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Ingrid Kuhlman stingur niður penna á Vísi í tilefni alþjóðlega mistakadagsins. Ingrid er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði en líka óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl, eins og hún kemst að orði. „Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?““ Ingrid segir fólk snöggt að brosa yfir mistökum annarra en þegar það klúðri sjálft virðist það skyndilega vera stórmál. Það sé eins og fólk sé allt með innbyggðan klúðursmæli sem segi: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Hvað gerist þegar ungbarn dettur? Mistök séu ekki bara óhjákvæmileg heldur bókstaflega hluti af námskerfi heilans. „Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: „Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.““ Nei, fólk fagni, hvetji og deili myndbandi af sögulega augnablikinu. „En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin.“ Gróskuhugarfar og fastmótað hugarfar Hún nefnir mikilvægi viðbragða við mistökum. Mistök hjá fólki með fastmótað hugarfar verði ógn við sjálfsmyndina og merki um að við séum ekki nógu klár. Fólk með gróskuhugarfar trúi að hæfileikar og kunnátta þróist með æfingum, reynslu og mistökum. Að neðan má sjá samantekt á mistökum ársins 2022. Vafalítið mátti læra margt af þeim. „Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Ingrid segir að á sumum vinnustöðum ríki stemning þar sem fólk sé hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. „Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.“ Verðlauna fyrir klúður Vinnustaðir gætu haldið mánaðarlegan klúðursfund. Að geta hlegið að eigin klúðri sé tákn um styrk, ekki veikleika. „Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri,“ segir Ingrid og jafnvel mætti verðlauna klúður. „Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Í tilefni dagsins má sjá á bak við tjöldin á fréttastofunni í fyrra því fréttamenn gera sannarlega mistök eins og aðrir.
Vinnustaðurinn Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira