Kyssast og kela en missa svo áhugann Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 12. október 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 25 ára gamalli konu: „Ég og kærastinn minn erum bæði svo vandræðaleg og kunnum ekki að byrja að stunda kynlíf. Við kyssumst og snertumst ókynferðislega en um leið og við viljum gera eitthvað meira, gerist ekki neitt. Þau fáu skipti sem það fer eitthvað lengra endar það fljótt, því vandræðaleikinn tekur yfir og við missum áhugann. Hvað er hægt að gera?” Margt getur flækst fyrir okkur í kynlífi og þið kæra par eru ekki ein þegar það kemur að því að finnast vandræðilegt eða erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Væntingar okkar til kynlífs eru oft mjög litaðar af kvikmyndum og samfélagsmiðlum. Við eigum öll að vera flink í því að daðra, það á að vera mikil ástríða og auðvelt að flæða úr spjalli og yfir í erótík. Kynlöngun á að kvikna án þess að við höfum nokkuð fyrir því. Jááánei, þetta er svo sannarlega ekki svona í alvörunni en því miður byrja mörg okkar smátt að trúa því að það sé eitthvað að okkur ef við eða kynlífið okkar er ekki eftir bókinni. Ég held að flestir tengi við það að hafa átt tímabil sem einkennast af meiri feimni eða óöryggi. Það getur verið þegar sambandið er nýtt, þegar við erum óviss um eigin hrifningu eða hrifningu maka eða jafnvel eftir mörg ár saman þegar kynlíf hefur verið óreglulegt. Það sem skiptir máli er að vandræðalegheit þýða ekki að það sé eitthvað að sambandinu. Frekar en að reyna að hoppa beint inn í þessa kynferðislegu nánd væri gott að gefa ykkur tíma til að byggja upp kynferðislega orku á milli ykkar. En af hverju er stundum svona erfitt að stíga inn í erótíska orku? Við skrifin rifjast allt í einu upp fyrir mér burlesque námskeið sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum hjá Margréti Maack. Í fyrsta tíma áttum við að æfa það að horfa í spegil og setja upp lostafullan svip. Sama hvað ég reyndi var alltaf sama skítaglottið á mér. Sennilega hefur Margrét gefist upp á mér eftir nokkra tíma en það er í góðu lagi, því framtíð mín í burlesque dansi var aldrei að fara að vera björt. Hah! Það er ýmislegt sem getur spilað inn í það af hverju okkur finnst erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Stundum er það upplifuð pressa, stundum er kemistrían á milli fólks þannig að erfiðara er að byggja upp erótíska spennu eða stundum erum við ekki nægilega vel tengd okkur sem kynveru. Kynferðisleg orka og það að eiga auðvelt með að dvelja í henni styrkist með æfingu. Hér eru nokkur skref sem geta verið hjálpleg: Gefið ykkur leyfi til að vera vandræðaleg Þegar við erum að rembast við að vera sexí þá er hættan sú að við förum að ofhugsa hverja hreyfingu. Það er þá sem vandræðaleikinn tekur við. Þessi sjálfsmiðaða athygli og ofhugsun er reyndar algeng í fleiru en kynlífsvanda. Ef þið leyfið ykkur að hlæja, gera mistök og segja jafnvel upphátt að þið finnið fyrir pressu eða upplifið ykkur vandræðaleg, þá oft losnar um spennuna. Hér er lykilatriði að halda svo áfram! Ekki forðast þessar aðstæður heldur leyfið ykkur að halda áfram þó eitthvað sé smá vandró. Prófið að byrja smátt Í stað þess að stefna strax á kynlíf gæti verið góð æfing að dvelja í kynferðislegri orku án þess að það þurfi að leiða eitthvað lengra. Heitir kossar, kynferðisleg snerting eða nudd. Þetta getur verið góð leið til að byggja upp kynferðislega orku án þess að setja pressu á sig. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Leikið ykkur að orkunni Prófið að daðra í gegnum skilaboð yfir daginn, horfa hvort á annað aðeins lengur en vanalega eða segja eitthvað sem ýjar að löngun. Gefið ykkur tíma til að undirbúa stundina ykkar saman. Með því að kveikja á kertum, búa til lagalista eða finna mýksta lakið sem þið eigið. Talið um það Það getur verið hjálplegt að segja hlutina upphátt. Prófið að tala saman um hvað gerist hjá ykkur þegar þið reynið að stunda kynlíf. Hvað fer í gang hjá ykkur? Er það kvíði, óöryggi eða er það óvissa um hvernig á að byrja? Oft minnkar spennan um leið og við nefnum hana. Það er eitthvað við að setja orð á vandræðin sem tekur kraftinn úr þeim. Gangi ykkur vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
„Ég og kærastinn minn erum bæði svo vandræðaleg og kunnum ekki að byrja að stunda kynlíf. Við kyssumst og snertumst ókynferðislega en um leið og við viljum gera eitthvað meira, gerist ekki neitt. Þau fáu skipti sem það fer eitthvað lengra endar það fljótt, því vandræðaleikinn tekur yfir og við missum áhugann. Hvað er hægt að gera?” Margt getur flækst fyrir okkur í kynlífi og þið kæra par eru ekki ein þegar það kemur að því að finnast vandræðilegt eða erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Væntingar okkar til kynlífs eru oft mjög litaðar af kvikmyndum og samfélagsmiðlum. Við eigum öll að vera flink í því að daðra, það á að vera mikil ástríða og auðvelt að flæða úr spjalli og yfir í erótík. Kynlöngun á að kvikna án þess að við höfum nokkuð fyrir því. Jááánei, þetta er svo sannarlega ekki svona í alvörunni en því miður byrja mörg okkar smátt að trúa því að það sé eitthvað að okkur ef við eða kynlífið okkar er ekki eftir bókinni. Ég held að flestir tengi við það að hafa átt tímabil sem einkennast af meiri feimni eða óöryggi. Það getur verið þegar sambandið er nýtt, þegar við erum óviss um eigin hrifningu eða hrifningu maka eða jafnvel eftir mörg ár saman þegar kynlíf hefur verið óreglulegt. Það sem skiptir máli er að vandræðalegheit þýða ekki að það sé eitthvað að sambandinu. Frekar en að reyna að hoppa beint inn í þessa kynferðislegu nánd væri gott að gefa ykkur tíma til að byggja upp kynferðislega orku á milli ykkar. En af hverju er stundum svona erfitt að stíga inn í erótíska orku? Við skrifin rifjast allt í einu upp fyrir mér burlesque námskeið sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum hjá Margréti Maack. Í fyrsta tíma áttum við að æfa það að horfa í spegil og setja upp lostafullan svip. Sama hvað ég reyndi var alltaf sama skítaglottið á mér. Sennilega hefur Margrét gefist upp á mér eftir nokkra tíma en það er í góðu lagi, því framtíð mín í burlesque dansi var aldrei að fara að vera björt. Hah! Það er ýmislegt sem getur spilað inn í það af hverju okkur finnst erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Stundum er það upplifuð pressa, stundum er kemistrían á milli fólks þannig að erfiðara er að byggja upp erótíska spennu eða stundum erum við ekki nægilega vel tengd okkur sem kynveru. Kynferðisleg orka og það að eiga auðvelt með að dvelja í henni styrkist með æfingu. Hér eru nokkur skref sem geta verið hjálpleg: Gefið ykkur leyfi til að vera vandræðaleg Þegar við erum að rembast við að vera sexí þá er hættan sú að við förum að ofhugsa hverja hreyfingu. Það er þá sem vandræðaleikinn tekur við. Þessi sjálfsmiðaða athygli og ofhugsun er reyndar algeng í fleiru en kynlífsvanda. Ef þið leyfið ykkur að hlæja, gera mistök og segja jafnvel upphátt að þið finnið fyrir pressu eða upplifið ykkur vandræðaleg, þá oft losnar um spennuna. Hér er lykilatriði að halda svo áfram! Ekki forðast þessar aðstæður heldur leyfið ykkur að halda áfram þó eitthvað sé smá vandró. Prófið að byrja smátt Í stað þess að stefna strax á kynlíf gæti verið góð æfing að dvelja í kynferðislegri orku án þess að það þurfi að leiða eitthvað lengra. Heitir kossar, kynferðisleg snerting eða nudd. Þetta getur verið góð leið til að byggja upp kynferðislega orku án þess að setja pressu á sig. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Leikið ykkur að orkunni Prófið að daðra í gegnum skilaboð yfir daginn, horfa hvort á annað aðeins lengur en vanalega eða segja eitthvað sem ýjar að löngun. Gefið ykkur tíma til að undirbúa stundina ykkar saman. Með því að kveikja á kertum, búa til lagalista eða finna mýksta lakið sem þið eigið. Talið um það Það getur verið hjálplegt að segja hlutina upphátt. Prófið að tala saman um hvað gerist hjá ykkur þegar þið reynið að stunda kynlíf. Hvað fer í gang hjá ykkur? Er það kvíði, óöryggi eða er það óvissa um hvernig á að byrja? Oft minnkar spennan um leið og við nefnum hana. Það er eitthvað við að setja orð á vandræðin sem tekur kraftinn úr þeim. Gangi ykkur vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02
Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01
Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01
Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00