Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 15:47 Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fer yfir málin á blaðamannafundi fyrir leik á móti Frakklandi í undankeppni HM. EPA/Jakub Kaczmarczyk P Eitt besta fótboltalandslið heims mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi. Arnari hitnaði í hamsi þegar hann fór yfir umræðuna eftir tapið gegn Úkraínu á föstudagskvöld. Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira