„Þetta var sársaukafullt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:52 Heimir Hallgrímsson svekkir sig eftir að Portúgal skorar markið sitt í uppbótatíma leiksins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira