Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar settu met þegar þeir komust inn á HM 2018 enda Ísland fámennasta þjóðin. Nú eru stuðningmenn Curacao að upplifa HM-drauminn og heimsmeistaramótið nálgast með hverjum sigurleik. Getty/Jan Kruger/ANP Ísland er í dag fámennasta þjóðin sem hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni karla í fótbolta en verður það kannski ekki mikið lengur. Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak) HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak)
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira