Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 10:30 Toto Wolff og Christian Horner á góðri stundu sem var sjaldgæf sjón. Getty/Mark Thompson Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segist sakna þess að hafa ekki Christian Horner lengur í Formúlu 1. Eftir ótal rifrildi, ásakanir um svindl og jafnvel hótanir um málsóknir mætti halda að Mercedes-stjórinn Toto Wolff myndi ekki sakna Christian Horner eftir að hann var rekinn sem liðsstjóri keppinautanna hjá Red Bull í júlí. Svo er þó ekki ef marka má nýtt viðtal við hinn 53 ára gamla Toto Wolff. Toto Wolff hefur síðustu fjögur ár þurft að horfa upp á Red Bull vinna heimsmeistaratitilinn með Hollendingnum Max Verstappen. Þjóðverjinn hjá Mercedes-liðinu saknar samt ekki orðaskakanna sem liðsstjórarnir tveir slengdu stundum hvor í annan. Í viðtali Reuters kemur söknuðurinn vegna þess að að hans mati hafi íþróttina vantað illmenni allt frá því að Christian Horner yfirgaf Formúlu 1. „Þekkið þið hina frægu vestrakvikmynd 'Sá góði, sá vondi og sá ljóti?“ sagði Toto Wolff. „Það þarf mismunandi persónur og hann lék klárlega eina þeirra. Ég er augljóslega sá góði, Fred hjá Ferrari (Fred Vasseur) er sá ljóti, og svo framvegis,“ segir Wolff kíminn. Þess vegna byrjaði Toto Wolff í raun að sakna Christian Horner aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann yfirgaf Red Bull. „Christian var sannkölluð aðalpersóna. Hann var opinskár, hann var umdeildur, hann var rasshaus og hann elskaði að leika það hlutverk. Maður þarf rasshaus sem fólk getur stundum hatað,“ sagði Wolff. Samkeppnin mikla á milli Toto Wolff og Christian Horner heyrir þó, að minnsta kosti í bili, sögunni til og Þjóðverjinn verður því að einbeita sér að ökumönnum sínum, George Russell og Kimi Antonelli. Þeir eru í fjórða og sjöunda sæti í stigakeppni Formúlu 1, á meðan ríkjandi heimsmeistari Red Bull, Max Verstappen, er í þriðja sæti. McLaren-ökumennirnir tveir, Oscar Piastri og Lando Norris, eru í fyrsta og öðru sæti. Fimm Formúlu 1-kappakstrar eru eftir á þessu tímabili. Toto Wolff has found it strange not having rival Christian Horner in the paddock 🗣️ pic.twitter.com/BjFNE2KqCz— Autosport (@autosport) August 30, 2025 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eftir ótal rifrildi, ásakanir um svindl og jafnvel hótanir um málsóknir mætti halda að Mercedes-stjórinn Toto Wolff myndi ekki sakna Christian Horner eftir að hann var rekinn sem liðsstjóri keppinautanna hjá Red Bull í júlí. Svo er þó ekki ef marka má nýtt viðtal við hinn 53 ára gamla Toto Wolff. Toto Wolff hefur síðustu fjögur ár þurft að horfa upp á Red Bull vinna heimsmeistaratitilinn með Hollendingnum Max Verstappen. Þjóðverjinn hjá Mercedes-liðinu saknar samt ekki orðaskakanna sem liðsstjórarnir tveir slengdu stundum hvor í annan. Í viðtali Reuters kemur söknuðurinn vegna þess að að hans mati hafi íþróttina vantað illmenni allt frá því að Christian Horner yfirgaf Formúlu 1. „Þekkið þið hina frægu vestrakvikmynd 'Sá góði, sá vondi og sá ljóti?“ sagði Toto Wolff. „Það þarf mismunandi persónur og hann lék klárlega eina þeirra. Ég er augljóslega sá góði, Fred hjá Ferrari (Fred Vasseur) er sá ljóti, og svo framvegis,“ segir Wolff kíminn. Þess vegna byrjaði Toto Wolff í raun að sakna Christian Horner aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann yfirgaf Red Bull. „Christian var sannkölluð aðalpersóna. Hann var opinskár, hann var umdeildur, hann var rasshaus og hann elskaði að leika það hlutverk. Maður þarf rasshaus sem fólk getur stundum hatað,“ sagði Wolff. Samkeppnin mikla á milli Toto Wolff og Christian Horner heyrir þó, að minnsta kosti í bili, sögunni til og Þjóðverjinn verður því að einbeita sér að ökumönnum sínum, George Russell og Kimi Antonelli. Þeir eru í fjórða og sjöunda sæti í stigakeppni Formúlu 1, á meðan ríkjandi heimsmeistari Red Bull, Max Verstappen, er í þriðja sæti. McLaren-ökumennirnir tveir, Oscar Piastri og Lando Norris, eru í fyrsta og öðru sæti. Fimm Formúlu 1-kappakstrar eru eftir á þessu tímabili. Toto Wolff has found it strange not having rival Christian Horner in the paddock 🗣️ pic.twitter.com/BjFNE2KqCz— Autosport (@autosport) August 30, 2025
Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira